Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 68
62
IiÚNAÐARRIT
Aukning mjólkurframleiðslunnar varð hlutfallslega að-
eins minni en árið 1962. Hauslið 1963 tók til starfa nýtt
mjólkurbú í Vopnafirði. Af innveginni mjólk voru
43.07% sehl sem nýmjólk.
Skýrslur nautgriparæktarfélaga. Skýrsla um starfsemi
félaganna 1962 hefur verið afhent til hirtingar í síðara
liefti Búnaðarrits 1963, 76. árg.
Nautgripasýningar. Grein um sýningar 1963 verður
væntanlega birt í þessum árgangi Búnaðarritsins.
KynhótastoSvarnar. Enn jókst starfsemi sæðingarstöðva.
Munar þar mest um liina nýju búfjárræktarstöð á
Blönduósi, sem búnaðarsamböndin í Skagafirði og A.-
Húnavatnssýslu liafa stofnað sameiginlega ásarnt dreifing-
arstöð að Víðimel í Skagafirði. Yfirmaður þessarar bú-
fjárræktarstarfsemi er Ævarr Hjartarson, ráðunautur, en
auk lians sjá um sæðingar á svæðinu Njáll Þórðarson í A.-
Húnavatnssýslu og Pálmi Jónsson í Skagafirði. Hóf stöðin
starfsemi sína liinn 15. maí 1963, og voru 1587 kýr sædd-
ar frá þeim tíma lil áramóta, 928 í Skagafirði og 659 í A.-
Húnavatnssýslu. 1 árslok voru á stöðinni þessi naut:
Skjöldur N133 frá Köldukinn II, Ásbrandur N135 frá
Leysingjastöðum og Múli frá Holtsmúla undan Hvanna
N105 og Bröndu 39, en felldir höfðu verið Ymir N116
og Grani N123, sem reyndist ófrjór. Auk þessa fékk stöðin
sæði fyrir 450 kýr úr 4 I. verðlauna nautum á Lundi við
Akureyri. Stofnun húfjárræktarstöðvarinnar á Blöndu-
ósi undir forustu ráðunautar, er ætlað er að vinna sameig-
inlega að húfjárræktarmálum tveggja samliggjandi hún-
aðarsambanda, er hvatning til nánara samstarfs milli
húnaðarsamhanda unt leiðbeiningaþjónustu og hagkvæm-
ari fjárfestingu og rekstur en annars væri. Er líklegt, að
þróun í þessunt málum verði sú, að fáar, en stórar búfjár-
ræktarstöðvar verði starfræktar í landinu, en auk Jieirra
verði dreifingarstöðvum fyrir nautasæði kontið upp þar,
sem nauðsyn krefur.
Auk stöðvanna á Blönduósi og Víðimel féllst landbún-