Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 77
SKYRSLUR STARFSMANNA
71
Hrossarœktarráðunauturinn
Störf niín lijá BúnaSarfélagi Islands þetta ár voru með
mjög líku sniði og síðastliðið ár. Þar sem aðeins er um að
ræða svokallað liálft starf, má geta nærri, að eitthvað vant-
ar á, að það sé svo ýtarlega unnið, sem þarf. Ég tel liik-
laust, að mikil verkefni liggi fyrir og hægt væri þess vegna
að launa starfsmann að fullu. Laun mín eru rétt liðlega
þriðjungur af launum hinna ráðunauta félagsins, miðað
við jafnlangan starfsaldur.
Skrifstofustörf öll vann ég á heimili mínu og notaði
eigin síma.
Hrossaræktarsambönd
Hrossaræktarsambaiul Norðurlands starfaði í 23 deild-
um. Á svæði þess gengur á ýmsu, því ólík sjónarmið ríkja.
Ræktunarmenn eru harðir í liorn að taka, og láta sig
miklu varða, að lögum sé fylgt með lausagang stóðhesta.
Teknir voru í fyrra og einnig í sumar graðhestar á lausa-
gangi og seldir. Spunnust af þessu deilur og málaferli,
sem ræktunarmenn uiinu. Einkum eru það' Húnvetning-
ar, sem búa með stóð margt, og láta þeir stóðliesta ganga
með því sumarlangt. Þarf að finna viðunandi lausn á því
máli, það verður að lempa það dálítið til og þrengja hring-
inn smátt og smátt.
Skagfirðingar eru líka með mikið af stóði og hafa all-
an gang á, en þeir liafa gert mun meira af því að láta
skoða og merkja sína fola. Það tel ég vera hyrjun málsins,
en vont að þurfa að rjúka að hændum með stífum aðgerð-
um. Þeir hafa rekið húgrein sína á þennan hátt um lang-
an tíma óáreiltir, og það tekur þá nokkurn tíma að breyta
til. Hins vegar er J>að jafn ólöglegl að láta stóðliesta ganga
lausa eins og naut eða lirúta á vissum tíma, og ])að dettur
engum í liug að gera.
Merkingar með kynbótahestsmerki á ógeltum folum