Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 86
80
BÚNAÐARRIT
aðarfélagsins og bað um aðstoð mína við móltöku þessara
gesta og annað, er varðaði útflutning lirossa. Á síðustu
stundu fékk ég skeyti frá formanni Biinaðarfélagsins um
að taka á móti þessum mönnum, en hér var um að ræða
viku ferðalag, kennslu og margvíslegar leiðbeiningar.
2. J ágústmánuði kom Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir,
í heimsókn til mín með prófessor Moustgaard við danska
landbúnaðarliáskólann. Vildi prófessorinn fá lijálp mína
við rannsókn á hlóðflokkun íslenzka hestakynsins. Þetta
er merkilegt viðfangsefni. Ég samþykkti að skipuleggja
blóðtökuna liér og velja Iirossin með hliðsjón af skyld-
leika og eiginleikum, ef Búnaðarfélagið bæði mig um
það. Með bréfi dags. 23. ágúst var mér send samþykkt
stjórnarinnar um þetta, og vann ég að þessu seinni hluta
september og í byrjun október.
3. Á s. 1. sumri leitaði Paul Parley, forstjóri útgáfufyrir-
tækis í Vestur-Berh'n, lil mín um faglega aðstoð við útgáfu
á bók um hestamennsku. Ég vísaði honum sem öðrum til
B únaðarfél agsins. Með bréfi dags. 27/9, seni mér var sent
afrit af, gefur búnaðarmálastjórinn þessu fyrirtæki cins
konar ávísun á þekkingu mína og vinnu. Ég veit ckki enn,
liversu umfangsmikið starf þetta kann að verða.
Samkvæmt þrábeiðni kunningja minna í firmanu Sig.
Hannesson & Co og þeirra Webelings og Gössings lief ég
skrifað faglega grein um íslenzka brossarækt fyrir þýzkt
tímarit án þess að liafa um það samráð við Búnaðarfélag-
ið, en slíkar greinar á hrossaræktarráðunauturinn að
skrifa. Síðan ég bætti störfum lief ég neitað öllum öðrum
tilmælum um greinar um íslenzka lirossarækt.
Á s. 1. sumri fékk ég margar beimsóknir útlendinga
vegna áliuga þeirra fyrir liestum, ferðaðist með sumum og
liafði meðalgöngu ineð útvegun liesta, sem að jafnaði var
greitt mjög liátl verð fyrir. 1 Jielta fer mikill tími til
ójiæginda, Jiar sem ég bef enga skyldu í Jiessum efnum.
Ég lief reynt að halda fólkinu frá mér, en sumt af Jiví
kemur í lilaðið og fer ekki fyrr en Jiað hefur liaft sitt fram.