Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 101
SKYRSLUR STA RFSMANNA
95
um við ckkert af mörkum lagt annað en al\ sýna nokkrar
myndir, sem íslenzkir áhugamenn eða áttliagafélög hafa
framleitt. Svo háýærar hafa óskir grannþjóðanna verið
síðustu árin, um að fá yfirlitsmynd um íslenzkan land-
búnað, að ekki var lengur hægt að færast undan þeim
óskum, þar eð við höfum stöðugt verið þiggjendur, þann-
ig að við liöfum fengið filmur með framleiðsluverði „kojií-
anna“, þó að við liöfum engu stofnfé offrað.
Því var í það ráðizt, samkvæmt samþykkt stjórnar Bún-
aðarfélags Islands, seint á árinu 1962 að láta gera slíka
yfirlitsmynd, og leitað var samvinnu við Samband ís-
lenzkra samvinnufélaga og Olíufélagið h.f. um framlciðsl-
una, þannig að Búnaðarfélagið hefði veg og vanda af
framleiðslunni, en umræddir aðilar legðu fé af mörkum
og nokkra aðstoð við myndatökuna.
Af framkvæmdum liefur orðið á þessu sviði, og var í
upphafi samið við upplýsingaþjónustu danska landbiinað-
arins um kvikmyndagerðina. Hafa að lienni unnið fram-
kvæmdastjóri kvikmyndadeildar stofnunarinnar, Helmer
Rasmussen, og samverkamaður hans, Poul Solbjerghöj,
frá Teknisk Filmkompagni, en þeir hafa unnið saman
um áraröð og gert fjölda fagmynda danska landbúnaðar-
ms, og meðal annars hvað eftir annað borið lofsyrði og við-
urkenningu lir býtum við samkeppni á evrópskum filmu-
sýningum, fyrir frammistöðu sína í faglegum og tæknileg-
um efnum á sviði landbúnaðarkvikmynda.
Hingað til lands komu kvikmyndatökumennirnir
þrisvar á sumrinu, í maí, í júlí og sejitember, og dvöldu
hér svo sem þurfa þótti til þess að geta sameinað í sömu
mynd sem flest störf íslenzkra bænda við mismunandi
staðhætti og í hreytilegu umhverfi. Og vegna erlendra
áhorfenda var kostað kajijis um að fá haksýn hverju sinni
svo íslenzka og árstímabundna sem auðið var. Myndin er
að verulegu leyti sniðin fyrir erlenda áhorfendur; af
reynslu sinni hafa myndatökumenn hverju sinni leitazt
Við að sameina tækniviðhorfin og sjónarmið verðandi