Búnaðarrit - 01.01.1964, Side 112
106
BÚNABARRIT
liugað cr, að þessu starfi verði lialdið áfram næsta sumar.
2. Ritmennsku stundaði ég ekki mikla á þessu ári fram
yfir J)að, sem lillieyrði Frey, og svo ])au bréfaviðskipti,
sem störfin ófrávíkjanlega lilutu að hafa að fylginaut,
bæði utan lands og innan.
3. Erindi flutti ég í útvarp og á fundi á Akureyri í
febrúar, en sökum anna hlaut ég hvað eftir annað að
synja beiðnum um að koma á fundi til framsögu eða er-
indaflutnings.
4. Vegna Fræðslurits nr. 40, sem er í smíðum, sat ég
fundi með nýyrðanefnd, og samskipti bafði ég við aðra
aðila, sem að })ví verki vinna, og nú síðast á árinu við bús-
mæðrakennara, sem ]>ar er með að verki.
5. í byrjun septembermánaðar varð |iað að ráði, að ég
tu)ki við hlutverki J>ví, sem Páll Zóphóníasson liefur haft
á hendi við eftirlit fóðurbirgða í landinu og umsjón með
fóðurbirgðafélögunum. Fyrsta starfiö var að útvega bænd-
iim í Árneshreppi í Strandasýslu liey og kraftfóður og lán
og aðra aðstoð til Jiess að bjargast yfir þann vanda, sem
liallæri liðins sumars bjó íbúum hreppsins, en Jiar brást
grasvöxtur vegna kulda og heybjörgun vegna sudda og
snjóa.
Útvegaði ég Árneshreppsbændum 108 lestir af lieyi úr
Svarfaðardalshreppi, lán til að standa straum af kostnaði
fékkst hjá Bjargráðasjóði svo og nokkurt óafturkræft
framlag. Er Jiví máli vonandi komið í höfn með góðuni
árangri.
1 öðru lagi olli eldgosið við Vestmannaeyjar því, að
fjárræktarmenn í Eyjum urðu að taka fé sitt heim úr út-
eyjum, brjáð og illa farið vegna bagbanna af öskufalli. 1
árslok tókst að fá loforö fyrir 20 lestum af beyi í Dölum
lianda þeim, og standa yfir flutningar á J)ví lieyi í byrjun
árs 1964, þegar J)etta er skráð. Að öðru leyti eru störf í
þágu birgðamála bundin við útvegun kraftfóðurs til lands-
ins, en það atriði er mál út af fyrir sig, sem bér verður