Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 145
BÚNAtíAIÍl*IN(;
139
BúnaSarþing beinir því til stjórnar BúnaSarfélags Is-
lands, að hún atlnigi möguleika á því að sjá bændum, sem
þess óska, fyrir leiðbeiningaþjónustu í því að koma upp
æðarvarpi, þar sem skilyrði eru fyrir liendi, og leiðbeina
um meðferð þess og hirðingu.
Jafnframt mælir Búnaðarþing með því, að stjórn félags-
ins veili Guðmundi Jónssyni viðurkenningu fyrir tilraun
lians að koma upp æðarvarpi á ábýlisjörð sinni, Tröðiun.
Til þessa verði notað fé, sem veilt er á 16. gr. 17. lið fjár-
laga 1964 til leiðbeininga og tilrauna með æðarvarp.
Ennfremur leggur Búnaðarþing til, að framvegis verði
veill fé á fjárlögum í sama augnamiði.
Mál nr. 6
Frumvarp lil laga um búfjárrœkt, lagt fyrir af stjórn
li ú naSarfélags Islands.
Frumvarp þetta var samið af milliþinganefnd sam-
kvæmt ályktun Búnaðarþings 1963. Stjórn Búnaðarfélags
Islands kvaddi þrjá menn til að endurskoða búfjárræktar-
lögin: Einar Gestsson, bónda á Hæli, Gísla Magnússon,
bónda í Eybildarbolti og Sigurð Snorrason, bórnla á Gils-
bakka, er var formaður nefndarinnar.
Frumvarpið skiptist í IX kafla og 82 gr. Það þykir of
langt mál til að birtast bér.
Bjarni Ó. Frímannsson bar fram 5 breytingatillögur,
sem allar voru felldar. Teitur Björnsson bar fram 1 breyt-
ingatillögu, sem var samþykkt. Búfjárræktarnefnd gerði
24 breytingatillögur við frumvarp milliþinganefndar, og
voru 23 þeirra samþykktar. Að lokum var frumvarpið
með áorðnum breytingum samþykkt með 24 samblj. atkv.
Bjarni Ó. Frímannsson gerði þannig grein fyrir at-
kvæði sínu: „Með því að ég tel frumvarpið í verulegum
atriðum lil bóta, þrátt fyrir stórgalla, sérstaklega á IV.
kafla, enda liann skárri, ef að lögum yrði, beldur en gild-
andi lög mæla fyrir um, greiði ég frumvarpinu jákvæði“.