Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 151
BÚNAÐARÞING
145
GreinargerS:
Samkvæmt lögiim um búnað'armálasjóð skal liluti
tekua lians rcnna til búnaðarsambandanna í landinu og
skiptast á milli þeirra eftir framleiðslumagni búanna á
hver jii sambandssvæði. I frumvarpi þessu er gerl ráð fyrir
breyttu formi á skiptingu fjárins, þannig að því sé að
bálfu skipt eftir fjölda þeirra manna, sem kosningarrétt
eiga til Búnaðarþings á bverju sambandssvæði. Nú ligg-
ur ekki fyrir ný tala þeirra manna, sem kosningarrélt eiga
í þessu skyni, en fjórða livert ár eru kjörskrár samdar. En
eftir því, sem næst verður komizt, mundi þessi aðferð ekki
breyta tekjuskiptingunni milli sambandanna, svo að
verulegu munaði, nema í tveim tilfellum. Þannig mundi
Búnaðarsamband Suðurlands missa rúml. 100 þús. kr. af
tekjum sínum, miðað við síðasta reikningsár, en Búnað-
arsamband Vestfjarða fá um 40 þús. kr. í tekjuauka og
uokkur önnur sambönd smávægilegar upjibæðir.
Búnaðarsamböndin liafa miðað starfsemi sína að veru-
legu leyti við þessa tekjuöflunarmöguleika, og því cr
varasamt að breyta til í þessu efni.
Búnaðarþing telur rétt, að þeim héruðum, sem við sér-
staka erfiðleika eiga að búa eins og á Vestfjörðum og
Austurlandi, verði látið í té sérstakt fjárframlag til við-
reisnar og liagræðingar í búskaparliáttum, og verði það
greitt úr ríkissjóði.
Mál nr. 16
Erindi stjórnar Búna&arfélags íslands urn hrunatrygg-
ingar á heyi.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samþykkt
var með 22 samlilj. atkv.:
Búnaðarþing felur stjórn Búnaðarfélags Islands að leita
enn til Brunabótafélags Islands og Samvinnutrygginga um
iðgjaldastiga á brunatryggingu lieys eftir mismunandi
þátttöku bænda, þannig:
llÚNAnARRIT
10