Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 161
B ÚNAWAli 1*1 N G 155
liverl skýrslu um starfsemi þess og endurskoðaða reikn-
inga. Nefndin velur sér formann.
Þá beinir Búnaðarþing því til Stéttarsambands bænda,
að það kjósi af sinni hálfu tvo menn í sama skyni. Yrði þá
framkvæmdastjórnin skipuð fimm mönnum, að meðtöld-
um þeim, er ríkisstjórnin liefur áskilið sér rétl til að bafa
þar sem fulltrúa sinn.
Tillagan var samþykkt með 21 atkv. gegn 2.
Á 14. þingfundi, 5. marz, sem var síðasti fundur Búnað-
arþings, fóru fram eftirfarandi kosningar:
1. Kosinn ] maSur í stjórn MinningarsjóSs SigurSar
SigurSssonar og Þóru SigurSardóttur:
Steingrímur Steinþórsson, fyrrv. búnaðarmálastjóri.
2. KosiS í útvarpsfrœ&slunefnd BúnaSarfélags Islands:
Agnar Guðnason, ráðunautur,
Jóliannes Eiríksson, ráðunautur.
3. Kosnir 2 rnenn í sljórn Bændahallarinnar til 2ja ára:
Olafur E. Stefánsson, settur búnaðarmálastjóri,
Þorsteinn Sigurðsson, form. Búnaðarfélags Islands.
Þá lýsti forseti yfir j)ví, að störfum ]>essa })ings væri lok-
ið. Hefði það staðið í 21 dag og haldið 14 fundi, fengið 30
mál til meðferöar og afgreitt 28 þeirra.
Forseti ]>akkaði fulltrúum vel unnin störf og óskaði
þeim góðrar ferðar og lieimkomu og blessunar í slarfi
þeirra. Ennfremur ]>akkaði liann settum búnaðarmála-
stjóra, skrifstofustjóra, ritara, ráðunautum og öllu starfs-
fólki vinnu þeirra í þágu þingsins.
Aldursforseti, Jón Sigurðsson, þakkaði forseta ágæta
fundarstjórn og störf, svo og öðru starfsfólki Búnaðar-
félags Islands. Sendi kveðju fulltrúanna til dr. Halldórs
Pálssonar, búnaðarmálastjóra, með óskum um góðan bata
á veikindum lians. Að síðustu bar liann þá ósk fram, að
Búnaðarfélagi Islands mætti vel farnast á komandi árum.
Að lokum óskaði forseti þess, að allir mættu liittast beil-
ir að ári, og sagði því næst þessu 46. Búnaðarþingi slitið.