Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 163
LANDBÚNAÐ UI! 1NN
157
undirstaða og driffjöður liinna fjölþœttu og niiklu fram-
fara í landbúnaðinum. Má ]>ar t. d. nefna nýbýlalöggjöf-
ina, lögin um tilraunir og rannsóknir í þágu landbúnað-
arins og lögin um ræktunar- og búsagerðarsamþykktir í
sveitum. Álirifa hans befur einnig mjög gætt við mótun
jarðræktarlaganna og ábúðarlaganna, laganna um sand-
græðslu Islands og laga um laxveiði í það borf, sem þessir
mikilvægu lagabálkar eru.
Þá má þakka forysluliæfileikum og réttsýni Steingríms
Stein])órssonar í félagsmálum, að Stéttarsamband bænda
var stofnað á þann liátt, sem gert var, og hvernig það reis
upp sem sjálfstæð stofnun lir jarðvegi búnaðarfélagsskap-
arins, sem þá átti að baki sér meira en aldar gamla reynslu.
Þessar tvær lýðræðislegu stofnanir íslenzkra bænda, Bún-
aðarfélag Islands og Stéttarsamband bænda, eiga að vera,
bafa verið, eru og munu verða brjóstvörn landbúnaðarins
og bændastéttarinnar í félagsmálum, fagmálum, fram-
faramálum bvers konar og fjárbagsmálum. Þessar stofn-
anir hafa með sér ákveðna verkaskiptingu, en sum verk-
efni þeirra eru svo skyld, að náin samvinna um lausn
þeirra er nauðsynleg. Ágæt samvinna liefur ríkt milli
þessara stofnana frá uppbafi, og vona ég, að bún megi
baldast um ókomin ár.
Á undanförnum áratugum befur íslenzkur landbúnað-
nr stundum átt í miklum erfiðleikum. Heimskreppan lam-
aði efnabag bænda. f kjölfar ltennar komu fjárpestirnar,
sem ollu hroðalegu tjóni hjá um tveim þriðju liluta
bænda. Þá kom síðari beimsstyrjöldin og lienni samfara
ógurleg verðþensla án þess þó, að verð bækkaði nokkuð
að ráði á þeim liluta landbúnaðarframleiðslunnar, sem
selja þurfti á erlendum markaði. Þessi áföll slóðu bænd-
ur furðanlega af sér með sinni alkunnu þrautseigju oí;
mikla dugnaði. Þó lamaðist sauðfjárræktin nokkuð
um stund, og allmargir bændur yfirgáfu jarðir sínar og
fluttu til kaupstaðanna. En auk þessara sérstiiku erfiðleika
befur landbúnaðurinn átt í vök að verjast síðan á fyrstu