Búnaðarrit - 01.01.1964, Side 164
158
BÚNAÐARRIT
tugum aldarinnar vegna breytinga á atvinnuháttum þjóð-
arinnar. Fram undir síðustu aldamót b jó þ jóðin í dreif-
býli á sveitabæjum frá strönd til dala. Heimilin voru
mannmörg. Þótt landbúnaðurinn væri aðalatvinnugrein-
in ásamt útræði við sjóinn, var unnið að margs konar iðn-
aði á hverjum bæ. llverl heimili var eins sjálfstæð eining
og kostur var á. Viðskiptabúskapur í nútíma merkingu
þekktist ekki. Þjóðin skapaði sér rótgróna bændamenn-
ingu, sem er undirstaöa menningar okkar enn í dag. Bænd-
urnir voru bin ríkjandi stétt. Þeirra bagur var þjóðarhag-
ur að þeirra dómi, og má það til sanns vegar færa. En
kyrrstaðan var mikil — framfarir því nær engar. Þetta
þurfti að breytast og liefur breytzt, en það gat ekki gerzt
án mikilla fórna af landbúnaðarins hálfu.
Með lilkomu stærri fiskiskijia og aukinni tækni við
fiskveiðar varð sjávarútvegurinn mjög arðbær atvinnu-
vegur strax um síðustu aldamót. Hinu lakmarkaða, lausa
fjármagni, sem þjóðin álti þá, var beint til eflingar þess-
um atvinnuvegi, sem hefur aukizt og blómgazt æ síðan.
En vinnuafl þurfti að fá úr sveitunum. Kaupgjald var
liærra við sjó en í sveit, og fólk streymdi til kaupstaðanna
og tók með sér drjúgum mikið fjármagn, er svo var notað
til uppbyggingar kaupstaðanna og atviniudífsins þar. Þess-
ir fólksflutningar úr sveitum lil kaupstaða liafa lialdið
áfram til þcssa dags. Fólki í sveitum hefur fækkað úr 58
þúsundum niður í tæp 32 þúsund á síðustu 60 áruin, en á
sama tíma liefur Jijóðinni fjölgaö úr 78 þúsundum í um
180 þúsund. Nú er svo komið, að aðeins 13—14% þjóðar-
innar vinna að landbúnaði. Heimilisiðnaðurinn í sveitum
Iiefur Jiví nær alveg lagzt niður, en fjölbreytlur iðnaður
risið upp í þéttbýlinu. Samt er ekki svo að skilja, að Jieir,
sem nú eru taldir liafa atvinnu af landbúnaði, vinni ein-
gön'gu að landbúnaðarframleiðslu. Margir bændur stunda
ýmiss konar atvinnu jafnliliða landbúnaðinum.
Sú þróun, sem liér hefur verið lýst, — fækkun fólks í
dreifhýli og aukin verkaskipting þjóðfélagsþegnanna, er