Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 173
LANDBUNADURINN
167
fjársköðum á landi, sérstaklega lijá Jieim bændum, sem
slepptu fé. Stiiku bóndi var svo ógætinn að sleppa fleiru
eða færra af fé sínu að aflíðandi mörsugum, og margir
slepptu á góu og í byrjun eimnánaðar. Þetta snögga áfclli
kennir bændum vonandi að sleppa ekki fé sínu um bá-
vetur, enda Jiótt tíð sé þá góð.
Snjór, sem fellur á auða jörð á útmánuðum, liggur
sjaldan lengi, og svo reyndist að Jiessu sinni, enda Jiótt
veðráttan béldist óvenju köld til maíloka. Óvíða tók fyrir
sauðfjárbaga í áhlaupinu, en kuldatíðin neyddi bændur
til að gefa fé óvenju lengi fram eftir vori. Til þess að vel
færi, þurfti að gefa fé til maíloka. Því miður gerðu Jiað
of fáir. Olli J)ví fóðurskortur lijá sumum, en oftrú á land-
gæðin bjá öðrum. Margir bændur á liinum svokölluðu
landgæðajörðum slepptu fé fyrir og um miðjan maí á
auða en gróðurvana jörð. Alls staðar greri seint, og gras-
vöxtur var liægur. Vorið var J)ó mun hlýrra sunnanlands
á svæðinu sunnan línu um Skarðslieiði í Borgarfirði að
Lónslieiði en þar fyrir norðan, og J)að var nokkru blýrra
á austanverðu landinu en á Vesturlandi. Á láglendinu
sunnanlands var kominn nokknr sauðgróður um miðjan
maí, en í bálendissveitum J)ar og norðanlands og vest-
an tók ekki að gróa fyrr en í maílok. I byrjun júní gerði
hlýviðri í nokkra daga, svo að sauögróður varð alls stað-
ar sæmilegur upp frá Jiví. En Adam var ekki lengi í Para-
dís. Snemma í júní brá aftur til kaldari veðráttu, svo að
grasspretta varð bæg fram um Jónsmessu. Þá gerði blý-
viðri um liálfsmánaðarskeið, og spruttu tún }>á víðast all-
vel og einnig litbagi í byggð. Um 10. júlí brá aftur iil
kulda, og bélzt kuldatíð að mestu J)að sem eftir var sum-
ars. I ölluin landsfjórðungum voru frostnætur í öllum
mánuðum sumarsins, og norðanlands og á liálendi annars
staðar snjóaði einnig í öllum sumarmánuðmium. Þessi
kuldalíð bafði alvarleg áhrif á jarðargróða og af-
urðir búfjár, eins og síðar verður að vikið. 1 byrjun sept-
ember dyngdi niður snjó í Þingeyjarsýslum, einkum á