Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 176
170
BÚNABAKKIT
var víða góð aS J»ví leyti, að tíSarfar var þurrkasamt, svo
að liey Iiröktust óvíða. A Suðurlandi náðist J»ví nær hvert
strá af Ijánum.
Hin kalda veðrátta dró enn meira úr öðrum jarðargróða
en grasi á gömlum túnum. Nýræktir, sem sáð var í seint
í júní eða síðar, gáfu enga uppskeru. Grænfóðuruppskera
varð óvenju lítil, nema lielzt hjá þeim, sem allra fyrst
sáðu. Kornuppskera brást J»ví nær alveg víðast hvar, en
sem hetur fer sáðu ekki margir bændur til korns á s. 1. ári.
Kartöfluuppskera brást víða að verulegu leyti og sums
staðar með öllu. Heildaruppskeran mun verða 65—70
]»úsund tunnur, og er J»að svipuð uppskera og 1962, en allt
að lielmingi minni en 1961, sem var betra en meðal kart-
öfluár. Veðrátta liáði ekki verulega kartöfluræktinni í
Austur-Skaftafellssýslu og með fram sjó í Veslur-Skafla-
fellssýslu og Rangárvallasýslu.
Uppskera gulrófna var í meðallagi sunnanlands, en
mjög léleg annars staðar á landinu.
Á Suðurlandi gekk sæmilega með ræktun káls og ann-
ars grænmetis til manneldis, en annars staðar illa.
Framleiðsla í gróðurhúsum garðyrkjumanna gekk
fremur vel á árinu, enda ]»ótt aprílkastið ylli nokkrum
skemmdum í sumuiu gróðurhúsum. Sölufélag garðyrkju-
manna sehli í ár fyrir um 14,9 milljónir króna, sem er um
3,2 milljónum meiri sala en árið 1962.
Af vissum legundum grænmetis var framleitt í gróður-
húsum á árinu 1963 sem hér segir:
1963 1962
Tómutar ....................... 34(1 tonn 275 tonn
Gúrkur ......................... 437 ]>ús. slk. 334 ]»ús. slk.
Gulrætur ........................ 98 tonn 55 tonn
Hvítkál ........................ 102 lonn 80 tonn
lilúmkál ........................ 75 ]>ús. slk. 39 ]>ús. slk.
Tómataframleiðslan var nokkru minni 1963 en 1962, en
af öðrum tegundum var meira framleitt 1963 en árið' áður.