Búnaðarrit - 01.01.1964, Blaðsíða 195
STEINEFNI í FÓfiRI BÚF.IÁK
189
efnum. Öll eru þessi efni lífsnauðsynleg jurtum og dýrum,
en svo mikið magn er af kalíum í jurtunum, að skepnur
getur aldrei skort það í fæðuna. Hins vegar skortir jurtirn-
ar oft kalíum, af því að þörf þeirra fyrir það efni er svo
miklu meiri en dýranna. Skepnur þurfa meira magn af
natríum en kalíum, í jurtum er nærri tífalt magn af kalí-
um á móti natríum. í sinu að vetrinum er kalíummagnið
eins mikið og natríummagnið í sumargróðrinum, þegar
liann ætti að fullnægja natríumþörf skepnanna livaðskárst
(óprentaðar niðurstöður frá Hvanneyri). Á þessu sést, hve
fjarri það er, að kalíumskortur geti ])jáð grasbítina. Hins
vegar getur mikið kalíum í gróðri orðið til ógagns á þann
liátt að draga úr nýtingu magníum, natríum og kalsíum
vegna hinna neikvæðu víxlverkana. Þau efni eru oft af
skornum skammti í gróðrinum miðað við þarfir skepna,
og þeim mun minna verður af þeim í jurtunum, því meira
sem er af kalíum. Hollenzka nefndin C.O.M.V. telur, að
það sé ekki æskilegt, að kalíummagnið í grösunum sé
liærra en 2,5% af jiurrefni.
í lieyi frá bæjunum sex var kalíummagnið 1,34—2,20%
af þurrefni. Á sumum bæjunum, þar sem kvígurnar voru á
túni á vorin, var allt að 3,50% kalíum í grasþurrefninu um
mánaðamótin júní—júlí. Eftir því sem á sumarið leið,
laíkkaði kalíummagnið í túngrösunum, og þegar komið var
fram í september, var það oftast nær orðið 1,20—1,80%. t
hálfgrösum og úlhagalieilgrösum, þar sem ekki var borið
á, verður kalíummagnið miklu lægra. Þar var það mest að
vorinu eins og í túngrösunum, eða 1,0—2,0% af þurrefni,
en þegar komið var fram yfir miðjan ágúst, var það kom-
ið niður fyrir eitt prósent, og að vetrinum er það' í sinunni
0,1—0,5% af þurrefni.
Kalíummagnið í ])vagi gripanna gefur til kynna, hve
kalíumauðugt fóðrið hefur verið, en lítið er liægt að ráða
í heilsu gripanna af ]>ví. í þessari rannsókn var það
ákvarðað til að kynna sér áhurðargildi þvagsins. Sem að
líkum lætur, var minna kalíum í ]>vagi þeirra gripa, sem