Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 197
STEINEFNI í FÓÐRI BÚF.IÁU
191
um er bundið að’ halda natríumblönduðum óbreinindum
frá sýnisbornum. 1 grasi er lítið af þessu efni miðað við
magn þess, sem er alls staðar í umbverfinu á rannsókna-
stofnm. Vegna þess munum við ekki í bili birta þœr
ákvarðanir, sem gerðar liafa verið, beldur fullprófa þær
fyrst með endurtekuum tilraunum.
Magníum
Fjöldi vísindamanna víða um lieim hefur rannsakað
orsakir graskrampa árum saman. Þeir liafa komizt að
ýmsum niðurstöðum og ber ekki saman í ályktunum, og
liefur orðið af nokkurt þjark. Það er þó alveg víst, að gras-
krampinn getur læknazt af magníumgjöf, og magníum
hindrar bann.
Fyrsta einkenni graskrampa í kúm er það, að þær fara
að reika í spori. Þegar sjúkleikinn fer að ágerast, falla
þær niður með krampaflogum og drepast brátt, ef ekkert
er að gert. Þessi sjúkdómur er farinn að gera varl við sig
bér á landi, einkum þó á vorin.
Fyrir fáum árum fengu 2% bollenzkra kúa graskrampa
á vorin. Nii befur þetta stórminnkað vegna ýmissa ráðstaf-
ana. Sumir bændur bera áburð með magníum í á landið
(MgO eða MgC0:i). Sums staðar eykur það uppskeruna
auk þess að bæta fóðrið með auknu magníummagni, en
það bindrar nefndan sjúkdóm og Iiefur fleiri hollustu í
för með sér. Aðrir bændur gefa kúnum magníumauðug
fóðursölt á vorin, ef þeir gera þá ekki livort tveggja. Sá
galli er á magníum í fóðursöltum, að kýrnar vilja það
ekki, ef verulegl magn er af því í söltunum. Mest hefur
það þó dregið úr tjóninu, að bændurnir eru farnir að
þekkja byrjunareinkenni krampans. Ef þeir sjá, að ein
kýrin er farin að reika í spori, láta þeir dýralækni spranta
allar kýrnar þegar í stað með Mg-Ca-boroghiconati. Ef
farið er að sjá á einni kúnni, er öllum liinum bætt, jiótt
ekki sjái á þeim.8
Hollenzka nefndin C.O.M.V. vill, að meira magníum sé