Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 201
STEINEFNI í FÓÐIil BÚF.lÁli
195
umfram þarfir. Nautgripir Jiola liann Jió nokkuð vel, en
sauðfé mun verr. Eru Jiess dæmi, að ær drepist af fóður-
söltum, sem eiga að bæta úr koparskorti Jieirra, en ekki
ætti [>að J>ó að aftra mönnum frá J>ví að gefa búfé bóflegt
magn kopars í fóðursöltum lil að koma í veg fyrir skort
á Jiessu efni.
Fó&ursölt
Notkun fóðursalta fer nú mjög vaxandi bér á landi.
Víða erlendis J>ykja J>au sjálfsögð, jafnt með vetrarfóðri
sem á afréttum. Margar eru gerðir fóðursalta, og geta Jiær
verið ólíkar að gerð, og fer ]>að eftir aðstæðum, hvaða
hlanda steinefna á við.
Sem dæmi um J>etta má nefna, að Danir fóðra kýr sín-
ar mikið á rófum og öðru kalsíumauðugu fóðri. Þess vegna
]>urfa Danir ekki ýkja mikið kalsíum í fóðursölt sín, en
leggja meiri áherzlu á fosfór, snefilefni og matarsalt. I
öðrum löndum er |>að mest matarsaltið og snefilefnin, sem
hörgull er á í grasinu. Þar eru mest notaðir saltsteinar.
Þeir eru að langmestu leyli úr matarsalti, en |>ó blandaðir
snefilefnum.
Hér á landi er taðan kalsíumrýr og ekki leyfir af fosfór
í lienni miðað við þarfir skepna. Alls slaðar er bætla á
matarsaltskorti, nema Jiar sem eru flæðiengjar og sjór
flæðir yfir. Þau snefilefni, sem lielzt gæti vantað, eru kop-
ar og kóbolt. Þegar líður á sumar, Jiverr fosfór mjög úr
grasinu, og J>á Jiyrftu söltin að miðast við það. Ekki má
lieldur gleyma magníum. Það var í rannsókninni á bæj-
unum sex ekki í miklu magni og liefur reynzt misjafnt
að magni í grasi í tilraunum bér á Hvanneyri. Með auk-
inni beit kúa á ræktað land eykst magníumþörfin. Söltin
Jiurfa að vera kalsíumrík með túnbeit og töðugjöf.
Fyrir nokkrum árum var bér á landi við rannsóknir
skozkur dýralæknir, Lyle Stewart að nafni. Hann rannsak-
aði nokkuð beinaveiki í kúm og íslenzkt gras. Á grund-
velli rannsókna hans var svo sett saman fóðursalt, Stewart-