Búnaðarrit - 01.01.1964, Síða 202
196
BÚNAÐARRIT
saltið svonefnda.1'1 Þetta salt hefur reynzt vel að bænd-
ur telja. Ef til vill niætti þó breyta því nokkuð eftir að-
stæðum, ýmist bæta í það fosfór eða kalsíum og jafnvel
kopar.
Fóðursölt étast mjög misvel. Kalsíumauðug sölt étast
illa, bvort sem skepnan þarfnast þeirra eða ekki. Matar-
salt ézt vel, nema skepnurnar séu alls ekki salthungraðar
eins og skepnur, sem ganga á landi, sem sjór flæðir yfir,
eða eru fóðraðar á beyi af sjávarf]æðiengjum. Það salt,
sem alltaf ézt bezt, er natríumbífosfat, hvort sem skepn-
an þarf þess eða ekki.1B
Víðast um lieim eru skepnurnar látnar éta söltin eftir
vild. Þessi tregða þeirra að éta kalsíumsöltin getur orðið
nokkurt vandamál. Þannig gæti það lientað nokkuð vel
síðsumars og að liausti að gefa skepnunum kalsíumbífos-
fat. Þetta salt ézt mjög illa samkvæmt reynslu liéðan frá
Hvanneyri, nema bætt sé í það nokkru af eggjahvítufóðri.
Mikil þörf væri á frekari tilraunum með fóðursiilt.
Yfirlit
Þessi grein skýrir frá tilraun með að gefa ókelfdum
kvígum fóðursölt með beit að sumarlagi, og frá athugun,
sem var gerð á sex bæjum í Borgarfirði. Sú atlmgun var
gerð með kopargjöf og D bæliefni, livort tveggja spraut-
aðí vöðva.
Tilraunin með fóðursöltin leiddi ]>etta í ljós:
Saltflokkurinn þyngdist meira um sumarið en saman-
bu rðarflokkurinn.
Um liaustið, þegar kvígurnar voru komnar á gjöf, lélt-
ust ]>ær, og |>ær, sem í saltflokknum voru, léttust meira,
svo að flokkarnir voru jafnir um nýár, þó að saltfJokkur-
inn fengi salt áfram.
Fosfór var meiri í blóði sahflokksins, en í liáðuin flokk-
um var liann þó innan eðlilegra marka.
Kalsíum í blóði var svipað í báðum flokkum og eðlilegt.
Eðlisþyngil þvags var eðlileg í tveimur mælingum að