Búnaðarrit - 01.01.1964, Page 205
Afkvæmasýningar á sauðfé
haustið 1962
Eftir Halldór Pálsson og Árna G.
Pétnrsson
Afkvæmasýningar á sauðfé voru lialdnar á svæðinu milli
Hvalfjarðar vestur um til Eyjafjarðar. Dómarar af hálfu
Búnaðarfélags Islands voru: Halldór Pálsson í öxnadals-,
Svarfaðardals- og Dalvíkurhreppi í Eyjafirði, í Staðar- og
Rípurhreppi í Skagafirði og í öllum lireppum í Húna-
vatnssýslum báðum, nema í Höfðahreppi, Egill Bjarnason,
ráðunautur, á öllum sýningum í Eyjafjarðarsýslu, nema
þeim, sem Halldór dæmdi á, einnig í Höfðahreppi í Aust-
ur-Húnavatnssýslu, Sigfús Þorsteinsson, ráðunautur, í
Hólahreppi og Akrahreppi í Skagafjarðarsýslu, Grímur
Jónsson, ráðunautur, í Andakílshreppi í Borgarfjarðar-
sýslu, Leifur Kr. Jóhannesson, ráðunautur, í Strandasýslu
og Hjalti Gestsson, ráðunautur, á Snæfellsnesi.
Eyjaf jarðarsýsla
í Eyjafjarðarsýslu, Ölafsfirði og á Akureyri voru alls
sýndir 18 afkvæmaliópar, 11 með lirútum og 7 með ám.
öngulsstaSahreppur
Sýndur var einn lirútur með afkvæmum, sjö töflu 1.