Búnaðarrit - 01.01.1975, Side 15
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
XI
liarða vetur og vor bættist það, að jörö var enn ekki
búin að ná sér eftir kalið frá frostavetrinum mikla 1918.
Var því víða grasleysi sumarið 1920 samfara miklum
votviðrum, sem spilltu nýtingu beyja. Það var því ekk-
ert hlýlega, sem gamla landið heilsaði sínum ágæta syni
við heimkomuna. En í sálu Þorsleins ríkti sól og vor,
annað komst þar ekki að. Þar var ekkert rúm fyrir svart-
sýni. Trúin á guð og landið og kraftinn í sjálfum sér
voru þeir áttavitar, sem Þorsteinn stýrði lífsfari sínu
eftir þá og síðar.
Vorið 1922 liættu hjónin foreldrar Þorsteins búskap
og tók liann þá við. Ung og tápmikil stúlka, Ágústa Jóns-
dóttir frá Gröf í Bitru, réðist til lians kaupakona um
sláttinn. Fór svo, að hugir þeirra féllu saman um sum-
arið og liinn 18. nóvember um liauslið gengu þau í
hjónaband. Þegar liin unga brúður settist að búi með
Þorsteini liófst langt og gifturíkt samstarf liinna fríðu
og tápmiklu hjóna, og mikið starf beið þeirra á lieimili,
í sveit og héraði meðal þjóðarinnar á vettvangi stéttar
sinnar — bændastéttarinnar.
Ástúð, umhyggja og kærleikur þessara lijóna frá fyrsta
degi til liins síðasta í sambúðinni gerði líf þeirra í önn
og erfiði, í gleði og hryggð að samfelldum hamingju-
degi. Þau eignuðust 9 börn og lifa 5 synir og 3 dætur.
Einn son misslu þau á barnsaldri og treguðu þau liann
sárt. Öll eru börnin manndóms- og myndarfólk og skipa
hvert sinn sess í þjóðfélaginu með sóma. Þau eru: Ingi-
gerður, starfsstúlka í Búnaðarbanka Islands, ógift, Sig-
u ður, bóndi á Heiði, nýbýli úr Vatnsleysu, kvæntur
Ólöfu Brynjólfsdóttur, Steingerður, skrifstofustúlka bjá
Mjólkursamsölunni, ekkja Guðna Þorfinnssonar, Einar
Geir, framkvæmdastjóri, kvæntur Ingveldi Stefánsdóttur,
IColbeinn, kaupmaður, kvæntur Erlu Sigurðardóttur,
Bragi, bóndi á Vatnsleysu, kvæntur Höllu Bjarnadóttur,
Sigríður, húsmóðir, gift Grétari Br. Kristjánssyni, og