Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 16
xii BÚNAÐARRIT
Viðar, skrifstofustjóri Búnaðarfélags Islands, kvæntur
Guðrúnu Gestsdóttur.
Saga Þorsteins á Vatnsleysu er einnig saga Ágústu
konu lians. Góð móðir margra barna og húsmóðir á
stóru heimili, þar sem margir koma og mikil umsvif
eru, vinnur margslungnara, vandasamara og þýðingar-
meira starf en svo, að orð séu þess megnug að skilgreina
það. En Ágústa á Vatnsleysu mun alla sína hjúskapar-
tíð í fulla hálfa öld hafa verið ástfangin eiginkona og
ástrík móðir, og fundið geisla til sín samskonar strauma
frá manni sínum og börnum. Slík sambúð lijóna og barna
margfaldar orkuna og gerir erfiðið léttara, þar sem hver
miðlar öðrum áhuga og orku til starfs og dáða. Á Vatns-
leysu var eining andans varðveitt með bandi friðarins.
Þess vegna gat húsmóðirin borið sitt lilutverk með sóma
og húsbóndinn unnið hin fjölþættu og heillaríku störf
sín út á við ásamt bóndastarfinu. Heimilið var kjölfestan,
þar sem Ágústa varð oft að ríkja ein með hörnum sínum,
þegar húsbóndinn var fjarverandi. En heim sótti hugur
Þorsteins jafnan fast, og þar á óðali sínu vildi liann
lielzt dvelja innan helgra og traustra vébanda heimilisins.
Þegar Þorsteinn lióf húskap voru efni hans lítil, sem
von var. Tók liann því strax nokkurt fé að láni til bú-
stofnskaupa. Eftir sex ára búskap gat liann fengið jörð-
ina keypta, því að þá var eigandi liennar dáinn. Lagði
hann ótrauður út í það og var svo heppinn, að fá lán
til þess, en slíkt lá þá ekki á lausu fyrir fátækan frum-
býling. Tvo fyrstu áratugina af búskapartímanum mun
Þorsteinn hafa haft fremur erfiðan fjárliag. Ómegð
var mikil, þar sem hörnin voru 8 á framfæri, og ekki
voru fjölskyldubætur þá komnar til sögu. Auk þess var
allur sá tími erfiður bændum, sérstaklega þó kreppuárin
svokölluðu eftir 1930, þegar verðfall varð á allri fram-
leiðslu þeirra. Mjólkurbú Flóamanna hóf starf sitt í
desember 1929. Brátt kom í Ijós, að þeir bændur, sem að
því stóðu, bættu hag sinn nokkuð, þó að verð mjólkur-