Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 18
XIV
BÚNAÐARRIT
þetta gerSist, var Þorsteinn nýkvæntur og frumbýlingur
og liafði þá þegar á hendi mörg trúnaðarstörf í sveit
sinni. Hann hafnaði því tilmælum Tryggva þrátt fyrir
talsverða löngun til að ganga út á orustuvöll stjórnmála-
baráttunnar. Löngu seinna gaf liann kost á sér í annað
sæti á lista flokks síns í Árnessýslu, ekki af því, að liann
byggist við sigri, heldur af hinum sterka vilja til að gera
gagn. Ekki er nokkur vafi á því, að Þorsteinn liefði orðið
mikill þingskörungur, ef slík störf liefðu átt fyrir lionuin
að liggja. Um langt skeið átti liann sæti í miðstjórn
Framsóknarflokksins og var oft kallaður til ráða af þing-
mönnum og ráðherrum flokksins, þegar vandamál á
sviðum landbúnaðarins har að liöndum. Heima í liéraði
lét liann um áratugi málefni flokks síns til sín taka og
var lengi í stjórn Framsóknarfélags Árnessýslu. Trúr var
Þorsteinn alltaf þeirri sjálfsögðu lífsreglu góðs drengs, að
láta alla, af livað flokki sem var, njóta sannmælis, og að
virða rétt minnihluta, enda drengskapur eitt sterkasta
einkenni hans.
Hér á eftir verður nú leitazt við að rekja nokkuð
félagsmálastörf Þorsteins þau, sem ekki hafa þegar verið
nefnd, og þá í þeirri röð, sem liann tók þau að sér, eftir
því sem undirritaður hefur heimildir um.
Forsöngvari réðist liann 17 ára gamall í Bræðratungu-
kirkju, og liafði það starf á hendi í fjögur ár. Orgel
var þá ekki í kirkjunni. Undi Þorsteinn því illa, að ekk-
ert var hljóðfærið, og gekkst þá fyrir því, að söfnuðurinn
keypti orgel, sem liann sjálfur útvegaði, og var síðan
organisti þar í 20 ár. Þá átti Þorsteinn frumkvæði að
stofnun Karlakórs Biskupstungna og stjórnaði honum í
40 ár eða þar til hann varð óstarfliæfur vegna brott-
flutnings margra kórfélaga úr sveitinni.
Á unglingsárum byrjaði Þorsteinn að stjórna almenn-
um söng í sveit sinni, og var enn innan við fermingu,
þegar hann fór að syngja í sóknarkirkju sinni á Torfa-
stöðum, og gerði það síðan til æviloka.