Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 27
ÞORSTEINN SIGURÐSSON
xxiii
kenni það og skammast mín ekki fyrir að segja það eins
og er, að ég lief oft litið til baka til liðinna tíma, til þess
að ná þar fótfestu, meðan ég er að átta mig á, livaða
stefnumið eigi að taka til framtíðarinnar. Og heilræði
Einars Ben.: „að fortíð skal hyggja, er frumlegt skal
hyggja, án fræðslu þess liðna sést ei hvað er nýtt.“ hefur
oft komið mér til hjálpar, að finna rétta leið til framtíðar.
innar.“ Þessi orð liins vitra manns bregða birtu yfir
lífsverk lians og það, livernig liann fór að því að móta
viðliorf sín.
Þorsteini þótti gaman að lifa, en hann kveið því ekki
að deyja. Þegar dauðastundina har að, var hamingjan
lionum enn liliðholl, því að liann varð hráðkvaddur. Skeði
sá atburður hinn 11. október 1974, er hann var staddur
í Reykjavík. Það var mikil náð, sem lionum hlotnaðist,
að hljóta kvalalausan dauða og fá áð lialda reisn sinni og
höfðingsbrag til liinztu stundar.
tJtför Þorsteins var gerð frá Dómkirkjunni í Skálholti
laugardaginn 19. októher. Var þá veður eins fagurt og
gott, sem það bezt getur o:ðið á Suðurlandi á þeirri
árstíð, stillilogn og heiðríkja. Það var eins og sunnlenzkar
sveitir liefðu klæðzt sparifötum þennan dag, þegar liinn
mikli Iiöfðingsmaður var kvaddur, sem um áratugi hafði
verið sóini sunnlenzkra bænda og setið í öndvegi íslenzkr-
ar bændastéttar. Sóknarpresturinn séra Guðmundnr Óli
Ólafsson talaði yf ir líkbörum liins látna og flutti álirifa-
mikla líkræðu. Flokkur manna úr Karlakór Reykjavík-
ur söng. Jarðsett var að Torfastöðum og lík Þorsteins
liorið þar í hina gömlu sóknarkirkju lians, þar sem liann
liafði sjálfur sungið í 65 ár og verið meðlijálpari í 45 ár.
Nu var honum flutt síðasta kveðjan þar ineð fögrum
söng. ICyrrð og fegurð náttúrunnar jók hátíðleik liinnar
síðustu kveðjustundar. Talið var, að 600 manns liafi
fylgt Þorsteini til grafar, og mátti þar sjá marga langt
að komna. Viðstaddir voru ýmsir fyrirmenn lands og
þjóðar, meðal annarra landhúnaðarráðlierra, stjórn Bún-