Búnaðarrit - 01.01.1975, Blaðsíða 40
12
BÚNAÐAKRIT
íslands voru tilnefndir í nefndina Árni G. Pétursson, ráðu-
nautur, og Jóliann Ólafsson, fulltrúi, en af hálfu Kvenfé-
lagasambands Islands Sigurveig Sigurðardóttir, Selfossi,
og Margrét S. Einarsdóttir, Reykjavík. Nefndin skilaði
áliti 6. des. Stjórn Búnaðarfélags Islands áleit nefndar-
álitið ekki gefa tilcfni til, að Búnaðarfélag Islands hefði
frekari afskipti af málinu.
Samslarfsnefnd um skipulagsnuíl í landbúnaSi. Með
bréfi dags. 11. marz 1974 óskaði landbúnaðarráðuneylið
eftir, að Búnaðarfélag Islands tilnefndi einn mann í sam-
starfsnefnd um skipulagsmál í landbúnaði, sem ráðuneytið
óskaði að koma á fót. Stjórn Búnaðarfélags Islands til-
nefndi Ketil A. Hannesson, búnaðarliagfræðiráðunaut, í
nefndina. Aðrir í nefndinni eru: Gunnar Guðbjartsson,
Hjarðarfelli, Árni Jónsson, landnámsstjóri, Jón R. Björns-
son, fulltrúi bjá Framleiðsluráði landbúnaðarins, Bjarni
Bragi Jónsson, hagfræðingur bjá Framkvæmdarstofnun
ríkisins, og Guðmundur Sigþórsson, deildarstjóri í land-
búnaðarráðuneytinu, og er bann formaður.
Nefnd til að atliuga um uppeldi naulkálfa fyrir nauta-
stöðvarnar. Á árinu kom upp, að þeir aðilar, sem alið bafa
upp nautkálfa fyrir nautastöðvarnar, meðan þeir þurfa
að vera í einangrun að áliti Sauðfjárveikivarna, gætu ekki
sinnt því framvegis. Var þá leitað álits Búnaðarsambands
Suðurlands um, hvort Sunnlendingar vildu vera í sam-
vinnu við Búnaðarfélag Islands um að leysa vandann.
Samþykkti stjórn Nautastöðvarinnar í Laugardælum fyrir
sitt leyti að liafa samvinnu við Búnaðarfélag íslands um
uppeldi nautkálfanna. Var að því búnu skipuð nefnd í
málið. Frá Búnaðarfélagi Islands Diðrik Jóbannsson og
Einar Ólafsson, en frá Nautastöðinni í Laugardælum Guð-
mundur Stefánsson, ráðunautur, og Hermann Guðmunds-
son, BJesastöðum. Er málið svo langt á veg komið, að
byrjað er á að lianna slíkt kálfafjós, og gert er ráð fyrir,
að það verði byggt í Laugardælum.