Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 46
18 BÚNAÐARRIT
Gestssyni, búfjárræktarráðunaut, vorið 1968 í kynnisför
til Bretlands.
Bretarnir, sem boðið var til íslands, voru dr. John T.
Stamp, forstjóri Búfjársjúkdómarannsóknarstöðvarinnar
„The Moredun Institute“, Edinborg, dr. Ian M. M. Cunn-
ingbam, forstjóri Landbúnaðarrannsóknarstofnunar Há-
landanna, Edinborg, og Prófessor T. G. Boaz, frá lífeðlis-
fræðideild landbúnaðardeildar háskólans í Leeds, en
prófessor Boaz er einn af leiðandi sérfræðingum Breta í
sauðfjárframleiðslu.
Gestimir komu til Reykjavíkur síðdegis 12. maí og
bjuggu að Hótel Sögu. Hinn 13. maí bittu þeir þá sérfræð-
inga og ráðunauta bjá Tilraunastöðinni á Keldum, Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins á Keldnaholti og hjá Bún-
aðarfélagi Islands, er þeir óskuðu að ræða við, og kynntu
sér starfsemi þessara stofnana. Næstu tvo daga var gestum
boðið í ferð um Ámessýslu og Borgarfjörð. Ferðina um
Árnessýslu skipulagði Hjalti Gestsson, og var lienni hagað
þannig, að fyrst var haldið að Selfossi, þar sem Hjalti
Gestsson tók á móti hópnum og bauð lionum hressingu
á heimili sínu, og sýndi nokkrar kindur sínar, er voru
þar á túni. Að því búnu voru þrjú bændabýli heimsótt,
Kílhraun á Skeiðum, Eystra-Geldingaholt í Gnúpverja-
breppi og Bergliylur í Hrunamannahreppi. Á öllum búum
var búféð skoðað og peningsliús og leyst úr spurningum
gestanna. Á leiðinni að Berghyl var stanzað að Flúðum,
þar sem hjónin Ilaraldur Sveinsson og Jóhanna Ingólfs-
dóttir á Hrafnkelsstöðum voru stödd með gæðinga sína og
sýndu gestunum liæfni þeirra. Frá Berghyl var haldið
að Gullfossi og Geysi, þaðan að Laugarvatni, þar sem hóp-
urinn þáði rausnarlegar veitingar í Húsmæðraskóla Suður-
lands í boði skólastjóra, Jensínu Halldórsdóttur. Að því
búnu var haldið til Reykjavíkur.
Næsta dag var ferðast um Borgarfjörð. Fyrst var komið
að Varmalæk, fjárbúið þar skoðað og veitingar þegnar í
boði hjónanna Jarþrúðar Jónsdóttur og Jakobs Jónsson-