Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 57
SKÝRSLUR STARFSMANNA
29
Tekjur Jöfnunarsjóðs af skurðgrefti voru kr. 807.037,
sem er um 1,45% af heildarkostnaði við skurðgröftinn
eða rúmar kr. 0,20 á m3.
Jöfnunarsjóðsgjaldið liefur verið óbreytt í nokkur ár
og er miðað við liverja gröfu þannig, að af grefti 0—50.000
m3 greiðast kr. 0,10 á m3, af 50.000—100.000 m3 greiðast kr.
0,20 á m3 og á það, sem framyfir er 100.000 m3, greiðast
kr. 0,30 á m3.
Úr Jöfnunarsjóði var útlilutað á árinu kr. 725.698.
Samkvæmt jarðræktarlögum eiga hreppabúnaðarfélög-
in og búnaðarsamböndin að fá í sinn hlut 2% af fram-
lagsupphæðinni. Reyndist lilutur þeirra hvors um sig
vera kr. 757.969.
Af plógræsum voru árið 1973 plægðir 1.669.310 m.
Kostnaður við þau varð skv. tilboðum kr. 2.808.263, fram-
lag ríkissjóðs kr. 2.106.197, hlutur hreppabúnaðarfélaga
kr. 84.247 og búnaðarsambanda kr. 42.125.
Stjóm Búnaðarfélags Islands samþykkti eftirtalda að-
ila verktaka í framræslu á árinu 1974 á þeim svæðum,
sem tilgreind em í eftirfarandi yfirliti, fyrir ákveðið gjald
á einingu, sem er m3 í vélgrefti, en m í plógræsum, en
svigatalan gefur til kynna endanlega hlutdeild bænda
af þeim kostnaði:
A. Vélgröftur.
1. Svæði Búnaðarsambands Kjalamesþings: Yerktaki
Rsb. Kjalarnesþings, kr. 19,00 (6,23).
2. Svæði ræktunarsambanda í Mýra- og Borgarfjarðar-
sýslu: Verktaki ræktunarsambönd á svæðinu, kr. 19,00
(6,23).
3. Snæfellsness- og Hnappadalssýsla: Verktaki Rækt-
unarsamband Snæfellsness- og Hnappadalssýslu, kr.
19,50 (6,40).
4. Dalasýsla: Verktaki Rsb. Suður-Dala og Rsb. Vestur-
Dalasýslu, kr. 19,00 (6,23).