Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 59
SKÝRSLUR STARFSMANNA 31
23. Búnaðarfélag Grafningshrepps: Verktaki Vélgraf-
an s/f, kr. 15,00 (4,92).
24. Ræktunarfélag Ölfushrepps og Framræslu- og áveitu-
félag ölfusinga: Verktaki Ræktunarsamband Flóa og
Skeiða, kr. 15,00 (4,92).
B. Plógrœsi:
A. Svæði Búnaðarsamb. Austurl.: Verktaki Kjami s/f,
kr. 5,50 (1,62).
B. Svæði Rsb. Fljótshlíðar-, Ilvol- og Rangárvalla- og
Rsb. Ása- Holta- og Landmannabreppa: Verktaki
Kjarni s/f, kr. 3,90 (1,15).
C. Svæði Rsb. Ketilbjarnar og Búnaðarfélag Grafnings-
hrepps: Verktaki Kjarni s/f, kr. 3,90 (1,15).
Samið var við Rsb. Iljörleif um plógræslu á sínu
svæði fyrir kr. 3,90 (1,15).
Mælingar fyrir framræslu liafa í ríkari mæli færzt
yfir á héraðsráðunautana, þó er alltaf veitt aðstoð liéðan,
ef um er beðið, við lausn einstakra erfiðari verkefna.
Ég mældi fyrir 34 vatnsveitum á einstaka bæi á Vest-
urlandi og Vestfjörðum.
Itreka vil ég fyrir bændum, sem þurfa að endurnýja
eða leggja nýjar vatnsleiðslur, að atbuga minnsta vatns-
magn linda þeirra, er til greina kemur að taka vatn úr,
í mestu vetrarfrostum og sumarþurrkum. Á þó nokkruin
stöðum liafa lindir, sem bændur töldu öruggar, reynzt
ótryggar. Því fjármagni er á glæ kastað, sem varið er
til slíkra virkjana.
Dagana 11.—22. júní tók ég að mér að sjá um Ráðn-
ingarstofu landbúnaðarins, meðan Guðmundur Jósafats-
son var í sumarfríi.
Uin mánaðamótin sept.—okt. sat ég ráðstefnu, sem
lialdin var að Olrud Auto Rast við Hainar í Noregi.