Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 61
SKÝRSLUR STARFSMANNA
33
Þá kom ég á tvo fundi í Vestur-Skaftafellssýslu 9. og 10.
apríl. Hjalti Gestsson, ráðunautur á Selfossi, var með mér
á þeim fundum.
Á þessum fundum ræddi ég um nýræktir og undirbún-
ing þcirra, grænfóður, meðferð túna, áburð og ýmis önn-
ur skyld mál, eftir því sem tilefni gafst til á fundunum.
Á jarðræktarráöstefnu Búnaðarfélags Islands og Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins, sem haldin var 11.—16.
marz, flutti ég eitt erindi. Ég var í undirbúningsnefnd
fyrir þá ráðstefnu ásamt Agnari Guðnasyni og Óla Val
Hanssyni af bálfu Búnaðarfélagsins og Friðriki Pálma-
syni, Þorsteini Tómassyni og dr. Bjarna Helgasyni af
hálfu Ilannsóknarstofnunarinnar.
Tvívegis sá ég um þáttinn „Spjallað við bændur“ í út-
varpi, og einu sinni flutti ég erindi í búnaðarþætti út-
varpsins. Tvær greinar eftir mig birtust í Frey og aörar
tvær í Handbók bænda 1974.
Beitartilraunir. Ég vann við undirbúning beitartilrauna
þeirra, sem Biinaðarfélag Islands annast í samvinnu við
fleiri aðila með styrk frá Þróunarsjóði Sameinuðu þjóð-
anna (UNDP). Mér var falið ásamt þeim Árna G. Péturs-
syni, Gunnari Ólafssyni, Ingva Þorsteinssyni og Stefáni
Sch. Tborsteinsson að afmarka og mæla tilraunaland, þar
sem bcitarhólf skulu vera. Við fórum yfirleitt 3—4 saman
á livern tilraunastað, og oftast var dr. Bement, beitarsér-
fræðingur frá Bandaríkjunum, í för með okkur. 1 fyrr-
greindum erindagjörðum fór ég á eflirtalda tilraunastaði:
I Sölvabolt í Flóa, í Kálfholt í Rangárvallasýslu, í Norð-
urhjáleigu í Álftaveri, í ICelduhverfi, á Auðkúlulieiði, á
Eyvindardal upp af Fljótsdalsheiði, að Hesti og Ilvann-
eyri í Borgarfirði og að Þverboltum á Mýrum. Auk ofan-
greindra staða er áætlað að liafa tilraunir við Sandvatn á
Biskupstungnaafrétti og á Breiðamerkursandi.
Eftir að tilraunalandið liafði verið mælt og afmarkað,
fór ég nokkrar ferðir í Sölvaholt, Kálfholt og að Ilesti til
3