Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 89
SKÝRSLUR STARFSMANNA
61
loks svo um munaði á markað. Nokkurn þátt í þessari
liœgfara þroskun munu tvær frostnætur í lok maí liafa
átt, cn þá höfðu flestir ræktendur nýlokið gróðursetningu
og plöntur varla húnar að jafna sig eftir þann verknað.
Sölufélagi garðyrkjumanna bárust 101 smál. af livít-
káli, eða 11 smál. umfram árið áður. Blómkálsuppskeran
nam 51.000 stk. og var um 7000 stk. meiri en 1973.
Gulrótauppskeran nam 50 smál., á móti 46,5 smál. árið
áður. I þessum tölum er einnig sá hluti gulróta, sem að
jafnaði kemur úr gróðurliúsum í maí/júní, en sú ræktun
er samt ekki tiltakanlega yfirgripsmikil.
Fyrrnefnt magn aðalgrænmetistegunda, sem S. F. G. sér
um að selja, er vissulega ekki mikið að vöxtum, og gefur
lieldur ekki rétta mynd af magni ræktunarinnar, lands-
framleiðslunni né neyzlu landsmanna á grænmeti. Til
þess að öðlast rétta mynd þarf að hæta við: 1. Ræktun
til eigin þarfa. Hún er sums staðar nokkur, en mætti þó
gjarnan vera margfalt meiri og almennari en gerist.
2. Sömuleiðis ræklun ýmissa aðila í nágrenni stærri þétt-
býliskjarna, sem stunda þessa framleiðslu í lijáverkum
í frístundum sínum, og drýgja tekjur sínar með sölu græn-
metis til verzlana eða beint til neytenda.
Þessi ræktun og velta kemur livergi fram á skýrslum,
en liún nemur örugglega töluverðu á ári hverju.
Svipuð er atburðarásin, hvað snertir sumar gróðurhúsa-
afurðir, eins og tómata og gúrkur. Sölufélag garðyrkju-
manna, sem er dreifingar- og söluaðili þessara afurða,
fær ekki nema vissan liluta framleiðslunnar í liendur, af-
gangurhin smýgur fram hjá þessum sölusamtökum um
verzlanir til neytenda. Því er aldrei vitað nákvæmlega um
árlegt framleiðslumagn. Þetta fyrirkomulag, sem er £
andstöðu við framleiðsluráðslögin, hefur verið látið við-
gangast um margra ára skeið án þess, að hreyft liafi
verið hendi,
Er vissulega aumt til þess að vita, áð slíkt skuli látið
óátalið með öllu, og að þeir framleiðendur, sem þennan