Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 90
62
BÚNAÐARRIT
sölumáta stunda í trássi við lög op; rétt, skuli síðan njóta
fríðinda og fyrirgreiðslna lánastofnana lil jafns við aðra
stéttarbræður sína.
Gagnvart þeim síðarnefndu tel ég slíkt mikið óréttlæti,
og ekki beinlínis hvatning í þá átt, að þjóðfélagsþegnar
virði lög.
Fyrstu inánuðir ársins voru yfirleitt sólarlitlir, að fe-
brúar undanskildum. Þetta kom sérstaklega liart niður á
uppeldi sem og byrjun ræktunar í gróðurhúsum á Suður-
og Suðvesturlandi. Ekki sízt gætti þess á tómötum og
gúrkum, sem fyrir bragðið skiluðu lítilli lxeildarupp-
skeru, því sára lítil breyting varð á flatannáli ræktunar
frá árinu 1973. Sölufélaginu bárust samtals 220 smál. af
tómötum á móti 229 smál. árið áður. Gúrkumagnið nam
197 smál.. en liafði verið 247 smál. árið 1973.
Fyrstu tvo uppskerumánuði ársins, þ. e. maí og júní,
nam tómatuppskeran aðeins 31,8 smál., en á sama tíma
árið áður nam lmn 52,6 smál. Frjóvgun var yfirleitt mjög
léleg á neðri klösum tómatplantna, og kenndu menn
birtuleysinu um. Hér og þar voru þó undantekningar frá
þessu, sem gefa tilefni til bollalegginga um, hvort rækt-
endur liafi í raun verið nægilega árvakrir á frjóvgunar-
stiginu. 1 mörgum tilvikum endurtók umrædd frjóvgunar-
tregða sig síðar á vaxtarskeiðinu, þannig að verulegar
vangæftir urðu einnig á efri klösum plantnanna. Vafa-
laust átti tíglaveiki einhvern þátt í þessu, en árlega ásækir
hún tómatræktunina. Tíglaveiki er veirusjúkdómur, sem
getur rýrt uppskeru verulega. Þeir, sem stunda kynbætur,
bafa nú framleitt afbrigði, sem var reynt liér á árinu, og
lofar það góðu. Er því nokkuð bjart framundan í þess-
um efnum.
Gúrkur eru með afbrigðum ljóskærar plöntur, bvað
greinilega sást á því, að fyrstu 3 mánuði uppskeruárs-
ins (marz-maí) reyndist magnið aðeins 69,2 smál. á móti
73,1 smál. árið 1973, og á heildaruppskerunni munaði um
50 smál., hvað hún var minni árið 1974.