Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 98
70
BÚNAÐAKRIT
Nokkra fundi um heimilis- og skrúðgarSyrkju sat ég
og flutti erindi og sýndi myndir til skýringar. Fjölda
nýrra gróðurhúsa teiknaði ég á árinu, og ennfremur ann-
aðist ég umfangsmiklar bréfaskriftir í sambandi við út-
vegun verksmiðjuframleiddra álgróðurhúsa frá Danmörku
og Noregi, en nokkur slík liús voru byggð liér á landi
á liðnu ári. Kom m. a. sérfræðingur í byggingu slíkra
húsa hingað til lands og leiðbeindi við uppsetningu
þeirra. Þetta eru vandaðar byggingar, en verða því mið-
ur mjög dýrar, þegar þær eru komnar upp liér á landi
sökum ólióflegra tolla, mikils flutningskostnaðar og svo
hins háa söluskatts, sem að lokum bætist ofan á allan
tilkostnað. Einnig er óhjákvæmilegt að styrkja þessi liús
verulega, til að þau þoli íslenzk stórviðri. Hins vegar
eru þessi hús mjög varanleg og geta enzt marga áratugi
án verulegs viðhalds, gagnstætt því, þegar byggt er úr
timhri, eins og lengst af hefir tíðkazt. Mest var hyggt
af gróðurhúsum í Laugaráshverfi í Biskupstungum á
liðnu ári eða um 2000 m2, en síðan kom Reykjavík og ná-
grenni með 700 m2. Þess er skylt að geta, að svo til
öll ný gróðurhús, sem voru byggð á liðnu ári, voru
búin sjálfvirkri liitastýringu og loftunarbúnaði. Er það
vissulega spor í rétta átt.
Marga fundi sat ég á vegum Rannsóknarráðs ríkisins,
undir forsæti Vilhjálms Lúðvíkssonar, og var þar lokið
undirbúningskönnun á forsendum byggingar ylræktarvers
og gefin út skýrsla þar að lútandi. Er liún mikið verk
og safn af merkum gögnum, sem standa í góðu gildi, hver
sem niðurstaða verður um þessa framkvæmd.
Ég vann að hönnun nokkurra lýsingarkerfa hjá garð-
yrkjubændum, en öll voru þau smá og eingöngu ætluð
til notkunar við uppeldi ungplantna, en hins vegar má
lieita, að lýsing sé forsenda vel heppnaðs plöntuuppeldis
yfir skammdegismánuðina. Einnig mældi ég þessi kerfi,
þ. e. Ijósmagn þeirra, og fylgdist með lýsingarkerfum
margra garðyrkjubænda. Það, sem einkum hamlar auk-