Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 105
SKTItSLUR STARFSMANNA
77
leiðsögn svo og öðrum starfsmönnum innan stofnananna
og utan í þessum löndum, er veittu mér margvíslega fyrir-
greiðslu. Á leiðinni heim kom ég við í Danmörku og
lieimsótti kjötrannsóknarstöðina í Hróarskeldu (Slagte-
riernes Forskningsinslilut).
Meðan ég var erlendis, ályktaði Búnaðarþing (12. mál
1974) að skora á stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnað-
arins að undirbúa stofnun kjötrannsóknarstöðvar til að
meta eiginleika kjöts sem nákvæmast. Þessari ályktun
ber að fagna og því, að í lienni er lögð áberzla á rann-
sóknir kjöts á f: amleiðslustigi (blutfall milli líkamsvefja,
þunga og lögun vöðva, seigju, bragð o. s. frv.), sem
blýtur að vera sá þáttur, sem Rannsóknarstofnun land-
búnaðarins á að leggja áherzlu á. Þá þarf sú stofnun að
gera frekari lilraunir með uppeldi og fóðrun holdagripa
og rannsaka, hvaða slátrunartími er liagkvæmastur. Finna
þarf einnig, livaða þyngdarflokkar liæfa markaðinum
bezt.
Rá&stefna um kjöt í Nottingham. Áður en ég fór frá
Englandi til Frakklands, sótti ég 21. páskaráðstefnu bú-
vísindadeildar háskólans í Nottingliam, er að þessu sinni
fjallaði um kjöt. Var hún lialdin í Sutton Bonnington,
þar sem deildin er til liúsa, og stóð yfir frá 31. marz til
4. apríl. Kunnir kjötrannsóknarmenn og matvælafræð-
ingar, innlendir og erlendir, fluttu þar erindi, og auk
þess var miklum tíma varið til umræðna. Á dagskrá
voru 6 málaflokkar: 1. kjötframleiðsla, 2. frágangur kjöts,
vinnsla og geymsla, 3. samsetning kjöts, 4. neyzlugæði,
5. næringarfræðileg atriði og 6. framtíðarhorfur. Ekki
eru tök á því á þessum vettvangi að skýra frá þeim við-
borfum, sem fram komu á fundinum.
Starfsemi nautgriparœktardeildarinnar. Vegna fráfalls
Jóbannesar Eiríkssonar, ráðunautar, í nóvember 1973
og fjarveru minnar til hausts 1974 voru sumir þættir í
nautgriparæktarstarfsemi félagsins forsjárlitlir á árinu.
Þó bætti það úr, að nýr ráðunautur var ráðinn frá júlí-