Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 109
SKTRSLUR STARFSMANNA
81
1 fjarveru minni á árinu tók Hjörtur E. Þórarinsson,
bóndi, sæti mitt sem varamaður í stjórn Bændaliallar-
innar. Hinn 15. febrúar skipaði landbúnaðarráðberra
mig varamann Ásgeirs Bjarnasonar, bónda og alþingis-
manns, í stjórn Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins til
næstu fjögurra ára.
II. Nautgriparæktin 1973 og 1974
Fjöldi nautf'ripa. Samkvæmt gögnum frá Hagstofu íslands
var fjöldi nautgripa við liausttalningu 1973 67.338. Er
þetta sá fjöldi, sem miða má við í byrjun árs 1974, en
fer svo vaxandi unz síðsumar- og haustslátrun fer fram.
Hefur nautgripum fjölgáð um 2.058 frá liausttalningu
1972, en það ár hafði þeim fjölgað um 6.083 eða 10,3%
frá talningu 1971. Af þessum 67.338 nautgripum voru
mjólkurkýr 36.975 og Iiafði aðeins fjölgað um 395 frá
árinu áður, og kelfdar kvígur voru 6.090, fjölgun um
126. Geldneyti voru 12.861 og fjölgaði um 1.532 og
kálfar 11.412, en tala þeirra stendur í stað frá árinu
áður (fjölgun um 5). Hin mikla fjölgun, sem varð milli
Iiausttalningar 1971 og 1972 liafði einmitt verið í liópi
geldneyta (38,0%) og kálfa (19,0%), og enn eru það
þessir liópar, sem eru tiltölulega stórir miðað við lilut-
fallið fyrir nokkrum árum. Sýnir þetta, að kjötfram-
leiðsla af geldneytum fer vaxandi, og koma ])ó tæplega
allir kálfar fram í þessu yfirliti af þeirri ástæðu, að eitt-
livað af kálfum, fæddum fyrstu mánnði ársins, er slátrað,
áður en hausttalning fer fram.
MjólkurframleiSslan 1973. Þar sem ekki var skýrt frá
magni innlagðrar mjólkur í mjólkurbú 1973 í starfs-
skýrslu í fyrra, verður það gert nú. Nam ]>að 112.536.769 kg
og liafði aukizt frá 1972 um 2.786.269 kg, þ. e. 2,54%.
6