Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 117
SKÝRSLUR STARFSMANNA 89
1973, bls. 82, er greint frá þeim tilraunum, sem unnið
Iiafði verið að á árinu 1972 í fóðrun mjólkurkúa og
framleiðslu á kálfa- og geldneytakjöti á vegum Rann-
sóknarstofnunar landbúnaðarins. Bragi Líndal Ólafsson,
sem nú er við framhaldsnám í Bandaríkjunum, sá um
þær tilraunir og þær, sem gerðar vo-u árið eftir. Við
starfi sérfræðings í nautgriparækt hjá stofnuninni tók
svo Gunnar Sigurðsson, licensiat. Hefur liann fúslega
tekið saman stult yfirlit yfir þær nautgripatilraunir, sem
Rannsóknarslofnun landbúnaðarins vinnur nú að á þessu
sviði. Kemur þar fram, að tilraunir sunnanlands hafa
eins og áður verið gerðar í samstarfi við tilraunastöð
Bsb. Suðurlands í Laugardælum. Á Akureyri varð sú
breyting, að Rannsóknarstofnunin þurfti að leggja niður
tilraunabú sitt á Galtalæk og S. N. E. afkvæmarannsókna-
stöðina á Lundi, sbr. Búnáðarrit 1974 bl. 71. Hefur þetta
lamað allar framkvæmdir við tilraunir á Norðurlandi á
þessu ári, segir Gunnar, en kvígur, sem bera áttu að 1.
kálfi og í afkvæmarannsókn voru lijá S. N. E., segir
hann, að hafi verið teknar í fjós á Möðruvöllum í Hörg-
árdal, sem Rannsóknarstofnun landbúnaðarins hefur nú
fengið undir tilraunastarfsemi í nautgriparækt, og þar
sé þeini lannsóknum haldið áfram.
Undir stjórn Braga Líndals Ólafssonar var í Laugar-
dælurn á s. I. ári framkvæmd tilraun með mismunandi
heyköggla sem kjarnfóður handa mjólkurkúm. Var þar
um að ræða samanburð á heykögglum og lieykökum úr
snemmslegnu og síðslegnu grasi. Um þetta segir Gunnar
Sigurðsson orðrétt: „Endanlegar niðurstöður liggja ekki
fyrir, en í þeim tilvikum, bar sem notaðar liafa verið
snemmslegnar heykökur, virðist bestur árangur hafa
náðst. Ástæðuna fyiir þessu virðist niega rekja til þeirrar
staðreyndar, að með gjöf á snemmslegnum heykökum
takist að konia flestum fóðureiningum í kýrnar, en þær
svara vel þeim fóðureiningafjölda, sem þær fá til mjólk-
urfrandeiðslunnar.“