Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 128
100
BÚNAÐARRIT
Gróður féll snemma á útjörð að hausti, og lítið var um
gott haglendi að beita dilkum á haustmánuði í sláturtíð.
Vænleiki sauðfjár var því nú heldur minni en haustið
1973, en frjósemi er heldur meiri. Meðalfallþungi dilka
1974 var 14,21 kg eða 0,73 kg minni en 1973. Sauðfé,
framtalið í ársbyrjun 1974, var 845.796 kindur eða rúm-
um 17.000 fleiri en árið áður. Ær í ársbyrjun voru 689.329
eða ríflega 17.200 fleiri en 1973, en ásetningslömb um
140.700, svo að öll f jölgun á árinu er í fullorðnu fé. 1 slát-
urhúsum var slátrað 907.513 kindum, þar af voru dilkar
828.090. Heildarmagn kindakjöts hjá sláturhúsum var
13.500 lestir eða 1,09% meira en haustið 1973. Heima-
slátrun er erfitt að áætla, en fer minnkandi frá ári til árs.
Stofnrœktarbú. Sömu bú voru starfandi og áður. Af-
urðasemi húanna vex frá ári til árs, og stofneinkenni
þeirra verða gleggri. Á þessum 4 búum er nú skráð í
stofnræktun á 9. liundrað fjár.
Sau&fjársýningar. Haustið 1974 voru aðalsýningar á
Norðurlandssvæði frá og með Eyjafirði að Ilrútafjarðará
og í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu. Afkvæmasýningar voru
einnig á Vesturlandssvæði. Á vegum búnaðarsambanda
voru millisýningar á hrútum á Vesturlandssvæði, og á vet-
urgömlum, þar sem óskað var eftir, samkvæmt búfjár-
ræktarlögum, í öðrum landshlutum. Aðalsýningar hófust
um miðjan september og lauk um miðjan október. Einar
E. Gíslason, ráðunautur, Syðra-Skörðugili, var aðaldóm-
ari á sýningum í Eyjafirði og Skagafirði, Leifur ICr. Jó-
hannesson, ráðunautur, í Austur-Húnavatnssýshi og á af-
kvæmasýningum á Snæfellsnesi, Sigurjón Jónsson Blá-
fehl í Borgarfjarðarliéraði, nema á Hvalfjarðarströnd og
í Hvítársíðu, þar sem Sveinn Hallgrímsson dæmdi. Undir-
ritaður dæmdi í Vestur-Húnavatnssýslu, afkvæmahópa í
Strandasýslu og Dalasýslu og mætti á héraðssýningum
í Skagafirði og Austur-Húnavatnssýslu og á sýningum í
Hrafnagilshreppi í Eyjafjarðarsýslu. Að loknum hreppa-
sýningum voru haldnar héraðssýningar á hrútum í öll-