Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 131
SKÝRSLUR STARFSMANNA
103
isins í Berufirði, stóð einnig í 4 daga. Þátttakendur urðu
14, en fáir þeirra höfðu tök á að dvelja allan tímann,
svo að árangur varð ekki eins mikill og skyldi, enda var
fénaður þar tæpast fóðraður með tilliti til vetrarklipp-
ingar. Á síðustu árum liefur vetrarrúningur aukizt að
mun. Ullarverksmiðjur telja þá ull betri vöru og greiða
hærra verði. En nauðsynlegt er að glöggva sig á aðstæð-
um, hvað fóðrun og húsakost áhrærir, svo að vetrarklipp-
ing sé framkvæmanleg. Tvo undanfarna vetur hafa marg-
ir fengið þjálfun í vélklippingu, og er það vel, því að
hundruð rafklippa hafa verið seldar út um land liin
síðari ár. Er illa farið að standa uppi með dýr tæki og
kunna ekki að beita þeim. Því er enn full þörf að livetja
búnaðarsambönd til námskeiðahalds í vélrúningu. t byrj-
un nóvember var haldið á vegum Búnaðarfélags Islands
og Búnaðarsambands Austurlands 3ja daga bændanám-
skeið um sauðfjárrækt í Vopnafirði, og var mér falin
forsjá námskeiðsins. Fundir stóðu frá 13.30—19.00 nema
fyrsta dag, vegna komu flugvélar, frá 15.30—19.00. Fyrir-
lesarar voru Árni G. Pétursson og Jóhann Ólafsson frá
Búnaðarfélagi tslands, Stefán Aðalsteinsson frá Rann-
sóknarstofnun landbúnaðarins og ráðunautar Búnaðar-
sambands Austurlands, þeir Páll Sigbjörnsson og Þor-
steinn Kristjánsson. Árni og Stefán ræddu kynbætur,
ræktun, fjármennsku og fóðrun, Jóhann búreikninga og
hagfræðilegar niðurstöður og heimaráðunautar þau við-
fangsefni, sem þeim fannst snerta viðkomandi byggðar-
lag, m. a. ræktun, beit og fóðuröflun. Fundi sátu daglega
um 20 manns, og varð lífleg þátttaka í umræðum og
fyrirspurnum. Námskeiðinu lauk með klukkustundar
skemmtidagskrá kl. 20.30 á laugardag. Álit manna var, að
þetta bændanámskeið hefði heppnazt vonum framar,
enda voru flestir þátttakendur starfandi og reyndir bænd-
ur, og var því auðveldara að tala tungum, er allir skildu.
Ýmis ferSalög og erlendir gestir. Á ferðum í sambandi
við rúningsnámskeið gafst mér kostur á að gera fóður-