Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 137
SKÝRSLUK STARFSMANNA
109
7. desember, skipaður í nefnd til a3 semja reglugerð við
lög um landgræðslustörf skólafólks. Aðrir nefndarmenn
eru: Snorri Sigurðsson, framkvæmdarstjóri Skógræktarfé-
lags íslands, og Stefán H. Sigfússon, fulltrúi Landgræðslu
ríkisins, og var ég skipaður formaður nefndarinnar.
Nefndin liefur hafið störf, og er Stefán H. Sigfússon
ritari nefndarinnar. Þá kaus stjórn B. 1. mig í undir-
búnings- og dagskrárnefnd vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu
Búnaðarfélags íslands og Rannsóknarstofnunar landbún-
aðarins 1975 um innlenda fóðurframleiðslu, fóðurgildi og
fóðrun. Aðrir nefndarmenn frá Búnaðarfélagi íslands
eru Agnar Guðnason og Óttar Geirsson og frá Rannsókna -
stofnun landhúnaðarins Gunnar Ólafsson, Gunnar Sig-
urðsson og Stefán Sch. Thorsteinsson. Ráðstefnan er
ákveðin 10.—14. febrúar 1975.
Æðarrœhtin. Síðari hluta maí og fyrstu viku júní
Iieimsótti ég æðarbændur um Kjalarnesþing og Hval-
fjörð. Fugl fór að verpa með seinna móti, en varp virtist
ná jafnvægi, er líða tók á vorið. Þó er flugvargur afleitur
og svartbakur tekur flesta unga, sem komast úr hreiðri.
Á Miðnesi eru skemmtilegar varpstöðvar að Fuglavík og
Norðurkoti, enda vel um þær liugsað. Eins og að framan
greinir, fór ráðunautur einnig um Suðurland, Austfirði
og Norðurland. Á Suðurlandi er lítið ldúð að æðarvarpi,
þó er reitingsvarp á stöku stað, sem mætti eflaust auka,
ef að yrði unnið. í A.-Skaftafellssýslu og á Austfjörðum
hefur varp yfirleitt farið minnkandi undanfarin ár. Þar
hagar víða svo til, að varp er í hólmum og eyjum í sjó,
og þarf að sæta bæði veðri og sjólagi. Mannekla torveld-
ar því mjög varpumhirðu á slíkum stöðum. Flugvargur,
ekki livað sízt silfurmávur, er geigvænlcgur um Austfirði,
enda er í athugunarskyni uppeldisstöð silfurmáva á frið-
aðri eyju í Álftafirði. Varpliólmamir við Höfn í Horna-
firði eru mikil bæjarprýði. Einnig er augnayndi lítill,
en blómlegur varphólmi að Kehluskógum á Berufjarð-