Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 142
114
BÚNAÐARRIT
aðist síðan um Bandaríkin í þrjár vikur og heimsótti
háskóla og tilraunastöðvar, sauðfjárbú, sláturhús og sauð-
fjárbœndur. Síðustu dagana dvaldi ég í Wasliington D. C.,
en þar er miðstöð allrar tilraunastarfsemi.
Ekki er ætlunin að tíunda hér það, sem fyrir eyru og
augu bar, en það var vissulega margt. Ég get þó ekki
látið lijá líða að segja frá lieimsókn til eins bónda í
Minnesota. Hann var talinn smábóndi, hafði ,,aðeins“
um 550 fjár auk nokkurrar kornræktar. Það er útbreidd
skoðun í Bandaríkjunum, að ekki sé hægt að lifa af minna
en 5000—7000 kinda búi. Ég spurði hann því, hvernig
hann gæti lifað af svo litlu húi? Hann svaraði því til,
að sér þætti betra að hafa 500 ær og græða 30—40 dali
á ánni, en Iiafa 5000 ær og tapa einu senti á hverri.
Þessi bóndi hafði 1,8 lömh eftir á, en á stóru búunum
er mjög algengt, að aðeins fáist 0,9—1,2 lömb eftir á. Það
sjónarmið, er fram kemur í svari þessa bónda, hygg ég,
að eigi erindi til margra íslenzkra sauðfjárbænda, þótt
því sé ekki að leyna, að þróunin hefur verið í rétta átt
hin síðari ár.
Nefndarstörf. Ég sat í tilraunaráði Rannsóknarstofnun-
ar landhúnaðarins fyrir Búnaðarfélagið í fjarveru Ólafs E.
Stefánssonar. Stjórn Búnaðarfélagsins tilnefndi mig einn-
ig í ncfnd til að gera áætlun um hagkvæma bústærð, sam-
kvæmt ályktun Búnaðarþings 1974 (mál nr. 18). Aðrir
í nefndinni eru ráðunautamir Ketill A. Hannesson,
Magnús Sigsteinsson og Ólafur E. Stefánsson, og er Ketill
formaður. Vísast til umsagnar lians um störf nefndarinn-
ar. Ullar- og gœðamatsnefnd lauk störfum í febrúar s. 1.
Samdi nefndin uppkast að frumvarpi til laga um ullar-
mat og gæmmat, og gerði tillögur um breytta tilhögun
og úrbætur með verzlun á þessum afurðum. Bæði
frumvarpsuppköstin vom lögð fyrir Búnaðarþing 1974
(mál nr. 5), sem mælti með, að þau yrðu lögð fyrir Al-
þingi til lögfestingar. Þá var ég tilnefndur af landbúnað-
arráðuneytinu í „Sláturhúsanefnd“. Nefndin starfar á veg-