Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 146
118
TIL BÚNAÐARÞINGS
til að réttlæta notkun hans framvegis. Afkvæmi Leirs
708, 8 lalsins, voru tamin á Hellu og reyndust fremur
vel, ganglagin og viljug, en ekki nógu falleg. Leiri er þó
vel nothæfur hestur.
Þá fór fram tamning á afkvæmum Ljóma 774 frá Yík,
eign Harðar Þorsteinssonar, Nykhóli. Reyndust þau æði
misjöfn, og var hesturinn því geltur. Ýmislegt var þó
jákvætt í afkvæmum hans. Hér sem oftast áður við þessar
rannsóknir sýndi sig, að trippin eru misfljót að sanna
gildi sitt. Fella varð Glóa 565, f. ’57, frá Háliolti vegna
lieilsuleysis og Hrafn 628, f. ’62, frá Efra-Langliolti, sem
var hættur að þrífast, livað sem að lionum amaði.
Hestamannafélögin stóðu fyrir svæðasýningu á Rang-
árbökkum, bæði á ungum, ósýndum stóðhestum, 25. maí,
og 9 hryssum, 7. júlí.
SkuggafélagiS í BorgarfirSi starfaði með 62 tömdum
hryssum, og hefur framlag hækkað mikið á þær, en
framlag á ótamdar liryssur fellur alveg niður. Rekur
þetta á eftir því áliti mínu, að allar liryssur séu tamdar,
sem rækta á reiðhesta undan. Framlag til félagsins var
kr. 117.924,00. Notkun stóðhesta vorið ’73: Tvífari 819
gaf 12 folöld, Svelgur 714 gaf 5 folöld, Stígandi 728 gaf
4 folöld og Ófeigur 818 gaf 4 folöhl. Einar E. Gíslason, sá
frábæri starfsmaður, liætti formennsku í félaginu, fluttist
í Skagafjörð, og er mikil eftirsjón í honum fyrir borg-
firzka hrossarækt, jafnvel þótt segja megi, að óvenju
margt áhugamanna sé þar í sveitum og ekki liætta á
öðru en þeir muni halda vel í liorfinu. Nýr formaður er
Sigurður Halldórsson, Krossi, Lundarreykjadal, og fer
liann vel af stað.
Fjalla-Blesi undir Eyjafjöllum er með 13 tamdar
liryssur í ræktun og hefur fjölgað um 4, og framlag nam
kr. 24.726,00. Stóðhestanotkun ’73: Loki í Núpakoti gaf
9 folöld, Mósi 773 gaf 2 folöld, og 2 folar aðrir.
HólabúiS. Alltaf er tamið nokkuð af trippum á liverj-