Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 147
SKÝRSLURSTARFSMANNA
119
um vetri af Magnúsi Jóliannssyni, ráðsmanni, og stundar
hann tamningar af miklum dugnaði. Er árangur eftir
því. Notkun stóðhesta ’73: Glaður 404 gaf 4 folöld, Bald-
ur 790 gaf 5 folöld, Gustur 680 gaf 3 folöld, Hjarði frá
Hjarðarhaga gaf 2 folöld og Fjölnir 592 gaf 1 folald, en
5 liryssur voru geldar. Glaður 404, f. ’50, frá Flatatungu
var felldur 9. september ’74. Trippin voru mæld 12.
október. Dynur, f. ’70, sótrauður stóðhestur, dálítið tam-
inn, sonur Glaðs og Brynju 3224 frá Kolkuósi, var seldur
Hrossaræktarsambandi Suöurlands til endurnýjunar föð-
urnum, scm sambandið seldi kynbótahúinu árið 1968.
Dynur er mikill heslur og fallegur og reynist vonandi
vel til kynbóta. Þá var Gustur 680, sonur Glaðs, leigður
til Suðurlands sumarið ’74 og vorið ’75.
ASalfundur Hrossarœktarsambands íslands var haldinn
á Blönduósi 27. október. Yar það ánægjulcgur fundur,
en ekki vel sóttur vegna slæmrar veðurspár. Ekki var
unnt að skoða starfsemi lirossaræktar þar um slóðir.
Haustið er óhentugur tími til þess. Þeir buðu upp á
myndasýningu og góðar veitingar.
Afkvœmarannsóknum lief ég lítillega lýst liér að fram-
an, en alls gengu 7 stóðhestar undir þær.
Forskoðun kynbótalirossa vegna landsmóts á Vind-
heimamelum 10.—14. júlí hófst 17. maí og stóð linnu-
lítið til 22. júní. Unnu héraðsráðunautar eða aðrir til-
nefndir af viökomandi búnaðarsamböndum ásamt dóm-
urum, tilnefndum af stjórn Landssambands hestamanna-
félaga, með mér að vali lirossanna. Þátttaka var mikil,
mörg hundruð hross skoðuð, úrvalið skyldi koma á sýn-
ingu, en auk þess voru margar hryssur teknar í ættbók.
Valdir voru til þátttöku 33 stóðhestar og komu allir og
65 hryssur, en 5 komu ekki. Verðlaun voru alls kr.
1.088.900,00, allt greitt af Búnaðarfélagi íslands auk fjöl-
margra eigulegra minjagripa. 1. verðlaun hlutu 11 stóð-
hestar og 22 lilutu 2. verðlaun. Af liryssum hlutu 45 1.