Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 148
120
BÚNAÐARRIT
verðlaun, en 14 2. verðlaun og 1 liryssa 1. heiðursverð-
laun fyrir afkvœmi. Aðeins 3 stóðhestar voru sýndir með
afkvæmum, en 10 liryssur.
Það er almanna rómur, að mótið hafi heppnazt vel
og hrossin séu á öruggri framfaraleið. Sé það rétt, ber
að fagna því, og vonandi má telja, að einhvem lilut að
því eigi starfsemi Búnaðarfélags Islands.
StóShestaslöðin á Eyrarbakka lióf starfsemi sína í
janúar, þegar fyrstu stóðhestaefnin komu þar í hús. Ég
hef lagt allmikla vinnu í að koma aðstöðu í lag og við
útvegun liesta til slöðvarinnar. Þá sá ég um nokkurn
heyskap með fólki mínu og lagði til vélar. Allar útveg-
anir til allra þarfa og mannaliald lief ég séð uin. Erfiðast
var þó að fá húsnæði á staðnum fyrir einlileypan mann.
1 vetur starfar við stöðina Bragi Andrésson frá Saurum
á Mýmm, þekktur og ágætur tamningarmaður, en í fyrra
vetur Már Olafsson frá Eyrarbakka.
Nú þarf að ráða hæfan ráðsmann, og þá er hægara að
bæta lausamönnum við eftir þörfum á liverjum tíma,
t. d. góðum tamningarmönnum. Þá er nauðsyn að kaupa
íbúðarhús á Eyrarbakka, og kæmi þá helzt til greina við-
lagasjóðshús, sem standa auð skammt frá stöðinni. Fyrr
en liúsnæði fæst, verður erfitt að fastráða góðan fram-
tíðarmann.
1 árslok vom 22 folar í eigu stöðvarinnar og 15 folar í
annarra eign og nokkrir folar ókomnir, sem ýmist era í
atliugun eða ákveðið að komi. Þá era 7 stóðliestar í tamn-
ingu eins og stendur stöðinni óviðkomandi að öðru leyti.
Þrír folar 2ja v. voru lánaðir út í sumar með það að
leiðarljósi, að þau trippi, sem af því kunna að fæðast,
fáist í afkvæmarannsókn á sínum tíma. Það verða um 20
folar, sem undirbúa þarf notkun á næsta vor með af-
kvæmarannsóknir í huga, og eigi það að takast vel, er
það manns verk um nokkurn tíma að koma þeim fyrir.
Fundir og fleira. Ég kom víða á fundi, flutti erindi,
sýndi myndir o. s. frv. Kennslu stundaði ég á Hvanneyri