Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 168
140
BÚNAÐARRIT
3. Fóðurbirgðaeftirlitið
Vorið 1974 — eftir einstakt árferði með árgæzku frá
aprílbyrjun —• voru fyrningar bænda meiri en þær liafa
nokkru sinni fyrr verið. Sumarið 1973 var metár í inn-
lendri fóðuröflun, og studdi það m. a. að birgðasöfnun-
inni. Síðla vetrar 1974 var eftirspurn eftir heyi því
óvenju lítil og á vordögum engin, Jirátt fyrir ört liækk-
andi verð á erlendu kjarnfóðri. Þar réð mestu hinn
snemmkomni gróandi vorsins.
Þegar þetta er skráð, er ekki komin full sönnun fyrir
birgðamagni lieyja frá fyrra ári, en þær hafa komið
sér vel haustið 1974 á þeim svæðum, einkum sunnanlands,
sem talsvert har á túnkali eftir veturinn 1973—74 og
uppskerntjóni af þess völdum hjá ýmsum bændum.
Þegar lokið var uppgjöri forðagæzluskýrslna fyrir árið
1973, sýndi það sig, að fóðurgildi eftirtekjunnar það ár
mun hafa verið um eða yfir 200 milljónir fóðureininga,
enda hjá ýmsum norðanlands og austan það ár aðeins
1,8 kg taða í F.E.
Sumarið 1974 var frábærlega liagstætt til heyöflunar
um meginhluta landsins, aðeins um austurjaðar þess og
vissar sveitir um austanvert norðurland var sumarið
fremur andstætt til Iieyþurrkunar. Grasvöxtur var mun
minni en árið áður og magn lieyja, liaustið 1974, eitthvað
minna en 1973, en nokkuð bendir til þess, að fóðurgildið
sé álíka, því að um meginhluta landsins sýna efna-
greiningar haustið 1974, að fóðurgildi löðunnar sé það
mikið, að í liverja F. E. þurfi aðeins 1,5—2,0 kg
eða um 1,7—1,8 kg að meðaltali. Er liér um að ræða
a. m. k. 10% meira fóðurgildi en í meðalári. Kemur
það í góðar þarfir fyrir bændur, sem nú geta spar-
að kraftfóður, enda er próteinmagn heyjanna líka ríku-
legt. Erlendar fóðurblöndur lianda búfé munu á þess-
um vetri yfirleitt kosta um og yfir kr. 30 livert kg,
en heyfóður frá síðasta sumri nálægt 9—10 krónum hvert