Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 169
SKÝRSLUR STARFSMANNA
141
kg að meðaltali. Miðað við meðaltal fóðurgildis lieyjanna
er lieimafengna fóðrið þá a. m. k. þriðjungi ódýrara en
hið aðkeypta, jafnvel lielmingi ódýrara, þar sem bezt
lœtur. Á liinn bóginn er dýrt að fyrna of mikil hey,
rýrnunin nemur talsverðu verðmæti, og svo eru vextir
verðmætanna miklir miðað við núverandi vaxtafót. Nokkr-
ar fyrningar eru þó alltaf æskilegar til þess að vera við-
húinn laklegu órferði.
Þegar þetta er skráð, em skýrslur forðagæzlumanna að
streyma inn. Sýna þær yfirleitt, að biifé muni fjölga
lítillega og að yfirleitt eni birgðir bænda með ágætum.
Til eru licilir breppar, þar sem lieybirgðir neina eins og
bálfs vetrar fóðurþörf og tveggja vetra þörf, þar sem
mest er. Þess má þó minnast um leið, að í ýmsum sveit-
um eru til bændur, sem á liaustnóttum áttu aðeins belming
þess fóðurs, sem bústofn þeirra þarf vetrarlangt. Þessir
bændur eru liinir sömu ár eftir ár, en þeim fer fækkandi,
þótt enn séu þeir of margir.
Með liverju ári, sem líður, batnar skýrsluhald forða-
gæzlumanna og að sama skapi öryggi um mælingu fóður-
forðans og mat birgðanna. Leiðbeiningar um sanngjarnt
meðaltal beyfóðurs að liausti byggist nú orðið á grófu
yfirliti, sein fæst með efnagreiningum lieys strax á liaust-
nóttum lijá Rannsóknarstofnunum á Akureyri og á
Keldnaholti í Reykjavík. Er það vel, að komið er nokkurt
skipulag á kannanir fóðurgildis, áður en vetur gengur í
garð. Ilefur það sérlegt gildi, þegar skortur er á vissum
efnum í lieyfóðrinu.
Eftirtekja síðasta sumars er t. d. yfirleitt auðug af
próteini, en það segir aftur, að kraftfóðurblöndur, sem
notaðar eru í vetur, mega vera þeim mun snauðari af
því efni, sem meira er í heyfóðrinu. Kemur það sér vel,
því að allar próteinvörur bafa verið í mjög háu verði
að undanförnu.
Á fyrri liluta þessa vetrar befur naumast verið um
heymarkað að ræða nema þann, sem lirossaeigendur