Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 177
SKÝRSLUR STARFSMANNA
149
skipulögð dagana 19.—26. júlí, sem ég tók þátt í, og var
hún bæði fróðleg og skemmtileg. Kanada er annað stærsta
land jarðarinnar. Frá vestri til austurs eru 7.000 km, en
frá norðri til suðurs um 5.000 km. Flest öll býli í Kanada
eru þó innan við 500 km frá landamærum Bandaríkjanna.
Aðeins 5% bænda eru leiguliðar, en flestir sjálfseignar-
bændur leigja þó meira eða minna af landi. Því liefur
verið baldið fram, að ársmaður í landbúnaði framleiði
matvæli fyrir 42 einstaklinga. Hveitirækt er mikilvægasta
búgrein í Kanada, en nautgriparækt hefur aukizt síðustu
árin. Á austurströndinni er mjólkurframleiðsla aðalbú-
greinin vegna fólksfjölda þar og meiri úrkomu en inni
í landi. Eftir því, sem vestar dregur, eykst kornrækt t. d.
í Saskatchewan og Alberta-fylki. I British Columbia er
skógarhögg mikilvægur atvinnuvegur og garðávaxtarækt
er mikil, en blandaður búskapur er algengastur.
Eins og í flestum löndum lieims fækkar þeim, er vinna
að landbúnaði, þó að frandeiðslumagn aukist. Biiin
stækka með aukinni tækni, og afköst á vinnustund aukast,
en fjárþörf befur vaxið mikið. Árleg fjárfesting liefur
tvöfaldazt á síðustu líu árum. Landbúnaður er ])ó enn mik-
ilvægasti frumatvinnuvegurinn ]>ar í landi, ]>ó að minna
en 10% af þjóðinni stundi landbúnað. Aðeins 7% af land-
inu er nytjað til landbúnaðar. Útflutningur hveitis er
um 10% af útflutningi landsins, en af landbi'maðarfram-
leiðslunni fer um 69% á innanlandsmarkað.
Nautakjötsframleiðsla er mikil í Kanada, en sauðfjár-
rækt lítil. Hereford-kynið yfirgnæfir önnur kyn algerlega.
Afkoma bænda er að jafnaði nokkuð góð, en misjöfn.
Búin eru mjög breytileg að stærð og samsetningu, en
framleiðslukostnaður er lágur.
Vetur eru kaldir og langir, en ekki umbleypingasamir.
1 Winnipeg eru urn 120 dagar milli frosta eða 4 mánuðir.
Ætla mætti því, að allt búfé væri hýst, en svo er ekki.
Algengast er, að boldanaut séu liöfð í réttum undir ber-
um himni árið um kring. Drykkjarvatn er uppbitað, og