Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 205
BÚNAÐARÞING
177
síðan sjálfseignarbóndi í Ljárskógum, en þar hefur sama
ættin búið í nær 200 ár, og var Guðmundur 6. ættliður,
er þar bjó á þessu tímabili.
Guðmundur í Ljárskógum, eins og liann var jafnan
nefndur, var drengur góður, lilýr í viðmóti, greiðvikinn,
greindur vel, fjölliæfur og félagslyndur. Hann átti lengi
sæti í lireppsnefnd, fulltrúi Laxdælinga á aðalfundum
Kaupfélags Hvammsfjarðar og endurskoðandi reikninga
Búnaðarsambands Dalamanna m. fl. Hann hafði yndi af
búfé og hirti það af natni, laginn liestamaður og glöggur
á sauðfé og kynbætti það og átti bæði vænan og arðsaman
bústofn. 1 Ljárskógum var lengi refabú. Voru það fyrst
eingöngu íslenzkir refir, einkum blárefir, en síðar að
mestu innfluttir silfurrefir frá Noregi. Guðmundur liafði
mikla reynslu og leikni í refarækt. Það kom því eng-
um, sem til hans þekkti, á óvart, þegar Búnaðarfélag
Islands leitaði til hans árið 1933 og styrkti liann til að
kynna sér lil lilítar refarækt í Noregi gegn því skilyrði,
að liann gengi í þjónustu félagsins og veitti leiðbeiningar
í refarækt að námi loknu. Guðmundur réðst síðan í þjón-
ustu Búnaðarfélags Islands árið 1934 og starfaði sem
íáðunautur í refarækt í allmörg ár. Hann ferðaðist milli
refabúa, athugaði þau og leiðbeindi um val á alidýrum,
ræktun refa og meðferð á skinnum eða feldum dýranna.
Um þessar mundir var íslenzkur landbúnaður í molum.
Heimskreppan sagði fljótt til sín bér á landi, og bændur
vildu gjarna prófa nýjar leiðir til þess að komasl út úr
fjárhagserfiðleikum þeim, sem almennt ríktu meðal
þeirra. Refaræktin létti undir með mörgum þeirra, en
aldrei varð hún sú búgrein, sem að yrði bjargræði til
langframa. Loðfeldir eru liáðir tízku, og hún er sem
kunnugt er breytileg. Á styrjaldarárunum lagðist svo
refarækt víðast hvar niður. Guðmundur reyndist mjög
vel í starfi sínu hjá Búnaðarfélagi Islands, þekking lians
og reynsla ásamt sérstakri bæfni til þess að umgangast
fólk og fræða það eru sígildir mannkostir.
12