Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 206
178
BÚNAÐARRIT
Kona Guðmundar var Ástríður Hansdóttir (Fivelsdal)
frá Noregi. Hún lifir mann sinn.
Guðmundur lézt þann 17. desember 1974.
Jónas Kristjánsson, mjólkursamlagsstjóri. Hann var
fæddur í Víðigerði í Eyjafirði þann 18. janúar 1895. For-
eldrar hans voru lijónin Hólmfríður Kristjánsdóttir og
Kristján Hannesson, sem þá voru þar húsráðendur. Þar
óx Jónas upp til þroskaaldurs. Námi lauk hann á Hvann-
eyri 1914. Hann stundaði bygginga- og smíðavinnu í
heimahögum næsta áratugaukmargvíslegrarlandbúnaðar-
vinnu. Jónas réðst 1924 til mjólkuriðnfræðináms í Dan-
mörku og lauk því 1927, og hóf þegar við lieimkomu
undirbúning að stofnun Mjólkursamlags KEA, sem hljóp
af stokkum undir hans stjórn árið eftir. Hefur samlagið
vaxið svo undir forystu hans, að fyrir fáum árum lét
norskur forsætisráðherra, sem var á ferð um Eyjafjörð,
þess getið, að þá væri ekki vitað um neitt hérað á Norð-
urlöndum, sem framleiddi meira magn mjólkur að
meðaltali á hvern bónda en Eyjafjörður. En á tvennt
er vert að minna í þessu sambandi. Hið fyrra: Jónas
hefur löngum verið í forystu og baráttuliði allra þeirra
eyfirzku félagsheilda, sem staðið hafa að þessu afreki:
Mjólkursamlags KEA, Sambands nautgriparæktarfélaga
Eyjafjarðar, Búfjárræktarstöðvarinnar að Lundi, Bún-
aðarsambands Eyjafjarðar, bændaklúbbs Eyjafjarðar og
Ræktunarfélags Norðurlands, og mun trauðla fulltalið.
Hið síðara: Sú gæfa, sem þetta eyfirzka met liefur flutt
inn í héraðið og sett svip á menningu þess, féll báðum í
skaut: forystumanninum og héraðinu, og hvílir vissulega
á því, liversu honum var fylgt í baráttunni fyrir þeim
sigrum, sem náðst hafa. Trúlega hvílir sú fylgd að meiri
hluta á persónutöfrum höfuðsmannsins, sem liér er um
að mæla, en hér verða færð rök fyrir, þótt undir það
renni fleiri stoðir. En íslenzk búmenning stendur í þakk-
arskuld við hvort tveggja.