Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 233
BÚNAÐARÞING
205
10. gr.
Brot gegn lögum þessum svo og reglugerðum og fyrir-
mælum, er sett kunna að vera samkvæmt þeim, varða
sektum allt að jafnvirði 300 kg af 1. fl. dilkakjöti í næst-
liðinni sláturtíð, og renna þær í ríkissjóð.
11. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt eru numin vir gildi
lög nr. 23/1959 um sauðf járbaðanir og lög um breytingu
á lögum um sauðfjárbaðanir nr. 102/1970.
Greinargerð búfjárrœklarnefndar:
Frumvarp það, er hér liggur fyrir, er samið af inilliþinga-
nefnd Búnaðarþings vegna margra og ítrekaðra áskorana
um breytingu á löggjöfinni um baðanir í þá átt að létta
böðunarskylduna. Frumvarpið gerir ráð fyrir því, að þetta
verði gert á þann liátt, að ráðlierra verði heimilt að veita
undanþágu í tilteknum hólfum, þar sem óþrif liafa ekki
sézt á fé um árabil. Þetta telur búfjárræktarnefnd spor í
rétta átt og leggur til, að í frumvarpið sé bætt ákvæð-
um um vottorðagjafir tiltekinna opinberra og bálfopin-
berra starfsmanna til stuðnings umsóknum um undan-
þágu, en í frumvarpinu eru ákvæði óljós um rökstuðning
þeirra.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir, að fyrirmæltar baðanir,
þar sem ekki er liægt að veita undanþágu, verði árlega
eða bálfu þéttar en eftir gildandi lögum. Á þetta vill bú-
fjárræktarnefnd ekki fallast og telur, að það muni tor-
velda framkvæmd laganna, en lítið gagna tilgangi þeirra,
og leggur til, að lögskipaðar baðanir verði áfram annað
livert ár eins og nú er. Enn er í frumvarpinu gert ráð fyrir,
að fé sé baðað, áður en það kemur á hús og gjöf, ef
svo vill verkast. Það telur nefndin, að bjóði lieim liætt-
unni á samgangi baðaðs f jár og óbaðaðs og leggur því til,
að í frumvarpið komi ákvæði um, að ekki skuli baðað
fyrr en fé hefur verið tekið, en með undanþáguákvæð-