Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 266
238
BÚNAÐARRIT
Uppskera og jarSargró&i: Heyfengur landsmanna 1974
var 3.309.137 m3 þurrhey, 120.256 m3 vothey og 16.678 m3
hafrar og liálmur. Er þetta tæplega 3% minna magn en
1973, en auk þessa voru fyrningar 514.328 m3 eða um
12% af þurrheysforða 1973. Heildarlieyforði var því á
haustnóttum 1974 með allra mesta móti, bæði að magni
og gæðum. Samt varð lieyfengur miklu minni en venju-
lega hjá sumum bændum á Suður- og Austurlandi, vegna
kals á sunnanverðu landinu og erfiðrar heyskapartíðar á
Austurlandi. Hey voru yfirleitt góð, en misjöfn eftir
landshlutum. Rannsóknarstofnun landbúnaðarins og
Rannsóknarstofa Norðurlands rannsökuðu 1498 heysýni
úr öllum landshlutum. Ekki þurfti nema 1,82 kg af heyi
(óvegið meðaltal) með 85% þurrefni í fóðureiningu,
minnst á Vestfjörðum 1,64 kg, en mest á Suðurlandi 1,99
kg. Eggjalivítumagn töðunnar var nú hátt, 14,3% eða
80 g meltanleg hráeggjahvíta í kg heys, mest á Suður-
landi, en minnst á Austurlandi. Steinefnamagn töðunnar
var að þessu sinni með lakara móti, en misjafnt eftir
landshlutum, bezt á Norðurlandi. Sérstalclega var þó
fosfórsýrumagn töðunnar lítið, aðeins 0,29% P af þurr-
efni, sem er lægra meðalgildi en nokkru sinni síðan
farið var að rannsaka steinefnamagn töðu reglulega.
Grœnfóðuruppskera var misjöfn, einkum eftir því, hve-
nær var sáð, og hvort tókst að verja hana fyrir áföllum af
illgresi. Alls var sáð grænfóðri í 3586 lia eða 103 ha
meira en 1973, en þó varð grænfóðurmagn minna 1974
en 1973.
Kornrækt. Korn, bygg, var aðeins ræktað á 13 ha í
Rangárvallasýslu á Sámsstöðum, Kornvöllum og Þorvalds.
eyri.
IiraSþurrkaS gras og grasmjöl. Framleitt var nokkru
meira af grasmjölskögglum og grasmjöli og heykökum en
áður eða samtals um 5430 smálestir, er skiptast á verk-
smiðjurnar sem hér segir: