Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 271
LANDBÚNAÖURINN
243
þó mun meiri en meðalhækkun búvöruverðs. Meðal-
áburðarmagn á bú varð 2% minna 1973 en árið áður,
en kjarnfóðurnotkun varð að magni til 9,4% meiri 1973
en 1972. 1 krónutölu hækkaði áburðurinn 36%, en kjarn-
fóðrið um 61%. Vélakostnaðurinn hækkaði um 51%, en
framleiðslukostnaðurinn hækkaði alls um 53%, en fram-
leiðslutekjur aðein 40%. Fjölskyldulaun af landbúnaði
liækkaði aðeins um kr. 124 þúsund eða 24%.
Ástæða er að geta þess, að meðalbúreikningabúið fer
stækkandi. Á síðustu 4 árum befur meðalbúreikninga-
búið stækkað um 70 ærgildi. Sú stækkun átti sér stað
síðustu 2 árin, þ. e. 1972 og 1973, eftir að árferði batnaði.
Á þessum 4 árum hefur vinnustundum fækkað um 200
klst. eða um 4% á búi að meðaltali, en vegna bústækk-
unarinnar liefur vinna á bústærðareiningum, ærgildi,
lækkað úr 12,3 klst. í 10,2 klst. eða 17%. Slíkt sýnir
frábæra framför og glæsilega framleiðniaukningu, sem
mun orsakast af aukinni tæknivæðingu annars vegar og
fleiri og fleiri bú verða hagkvæmari að stærð miðað við
aðstæður.
Ádeilur á landbúnaðinn. Deilur og metingur milli at-
vinnuvega þjóðarinnar er leiðinleg og ófrjó iðja. Land-
búnaðurinn — móðuratvinnuvegur þjóðarinnar frá fyrstu
tíð til þessa dags — hefur stundum orðið fyrir aðkasti,
jafnvel talinn ómagi á þjóðinni. Eitt sinn var því lialdið
fram, að það væri þjóðarbúinu liagkvæmara að kosta
bændur og skyldulið þeirra á bóteli í Reykjavík beldur
en að þeir væru framleiðendur búvöru. Þetta var þá tekið
sem spaug, enda ekki liótel til í Reykjavík til að liýsa
þá fáu bændur, sem brýnt erindi áttu til liöfuðstaðarins
eða aðra gesti, fyrr en bændur bættu sjálfir nokkuð úr
skák með því að reisa myndarlegt, fyrsta flokks bótel í
böfuðstaðnum, þar sem ekki aðeins væri boðlegt bænd-
um að búa, heldur einnig erlendum tignargestum. Þessa
byggingu kostuðu bændur af sínum lágu tekjum, en binir