Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 272
244
BÚNAÐARRIT
tekjuhán þéttbýlisbúar biðu enn um skeið áður en þeir
lögðu í að byggja gistihús til viðbótar í höfuðstaðnum.
Nokkuð ber á því, að sérvitringar á öllum aldri og
og ungir livatvísir menn, sem telja sig eina vita, hvemig
leysa skuli vandamál þjóðlífsins, hafi rætt og ritað um
landbúnað og einstaka þætti hans, oft af litlum skilningi,
en mikilli fáfræði. Þegar slíkir menn skrifa undir fullu
nafni, og ef þeir eru ekki ráðnir eða kjörnir fulltrúar
einliverra samtaka eða stétta, má láta bulli þeirra ósvarað.
öðru máli gegnir þegar ritstjórar stórblaða, sem gefin eru
út eða studd eru af fjölmennum stjórnmálaflokkum, rita
í leiðara sína niðrandi fjarstæður og rugl um ákveðna
atvinnuvegi þjóðarinnar. Að vísu getur flestum mönnum
skjátlast, ritstjórum sem öðrum, og sett saman einliverja
staðleysu eða vanbugsaða hugmynd og birt á opinberum
vettvangi, en þá sjá slíkir menn jafnan sóma sinn í því
að biðjast afsökunar á fljótræðinu.
Nú fyrir skömmu skeði það, að birt var í dagblaðinu
Vísi einhver ósvífnasta árás á íslenzkan landbúnað, sem
sézt hefur á prenti liér á landi, merkt með stöfum rit-
stjórans, enda mun liann kjarkmaður eins og margir niðj-
ar Kristjáns ríka í Stóradal. I ritsmíð þessari var komist
að þeirri niðurstöðu, að skattborgararnir greiddu svo
mikið til íslenzkra bænda, að liagkvæmara væri, að ríkið
sendi hverjum bónda ávísun, að fjárbæð eina milljón
króna, til þess að bændur hættu að framleiða búvöru.
Væri slíkt gert þá gæti þjóðin öll setið um ókomin ár í
stórveizlu, þar sem á borðum væru innfluttar búvörur
auðvitað af beztu tegund og ódýrari en nokkur landbún-
aðarvara, sem framleidd væri hér á landi. Ef einbver
vandi yrði með greiðslu á veizlureikningnum og þessum
milljónum til bænda, þá átti áð kippa því í lag, með
því að fá erlenda aðila til að reisa liér svo sem 20 álbræðsl-
ur. Það myndi borga brúsann.
öll var þessi ritsmíð eintóm vitleysa, svo sem að telja
allar niðurgreiðslur búvöru styrk til bænda og öll fram-