Búnaðarrit - 01.01.1975, Page 277
LANDBÚNAÐURINN
249
t. d. mjólk fyrir viðkomandi byggðarlög, jafnvel þótt
þar sé gott undir sauðbú. Það þarf að rækta landið áður
en byggð eru peningshús yfir fjölda fénáðar, það þarf
að aðstoða fólkið í þessum afskekktu stöðum til íbúðar-
búsabygginga, svo það geti unáð við sitt, landbúnað,
nýtingu lilunninda og vinnu við sjávarafla og livers konar
þjónustu í byggðarlaginu. Við þurfum að lialda öllu
landinu í byggð, en í svipinn er ekki sérstök ástæða til
að stefna að stóraukinni búvöruframleiðslu, a. m. k.
ekki ef til þess þarf aukin kaup á innfluttum rándýrum
rekslrarvörum. Það er nauðsynlegt að leita stöðugt nýrra
markaða fyrir þá búvöru, sem flytja þarf úr landi, og
skipuleggja frainleiðsluna þannig, að sem minnst þurfi
að flytja út af þeirri búvöru, sem er erfiðast að selja fyrir
skaplegt verð.
Verndun og nýling náttúrugœSa. Þjóðinni er orðið l jóst,
að bráð nauðsyn er að vernda og viðlialda náttiirugæðum
landsins og eigi síður lífríkinu í liafinu kringum landið
og lífsskilyrðum þar. En mikið vantar á, að enn hafi
tekizt að koma á því skipulagi, sem nauðsynlegt er til
þess, að verndun, viðhald og aukning náttúrugæðanna
fari saman við bagkvæmustu nýtingu hinna sömu gæða.
En slíku skipulagi þarf að koma á bæði til sjós og lands.
Það er t. d. ömurlegt að míirg silungsvötn eru nú í bili lítils
virði vegna vannýtingar á undanförnum árum.
Búnaðarfélag Islands mun á liinu nýbyrjaða ári ráða
í þjónustu sína landnýtingarráðunaut, sem er mikilvægt
framfaraspor.
Eins munu nokkrar landbiinaðarstofnanir, Rannsóknar-
stofnun landbúnaðarins, Landgræðsla ríkisins, Bænda-
skólinn á Hvanneyri og Búnaðarfélag Islands hefja af
fullum krafti beitartilraunir á nokkrum stöðum á land-
inu, sem á að svara, bvaða ábrif mismunandi beitarþungi
hefur annars vegar á gróðurinn, en liins vegar á fénaðinn
við bin ólíkustu beitarskilyrði og til viðbótar, hvaða álirif
notkun áburðar hefur á beitarþol, gróðursamfélagið og