Búnaðarrit - 01.01.1975, Síða 367
HRÚTASÝNINGAR
339
með afbragðs malaliold og ágæt bak- og lærahold. Gauti
Sturlu á Þúfnavöllum, sonur Snæs 843, er holdmikill,
en grófari en bróðir lians Snær. Af eldri lirútum var
Víkingur Félagsbúsins á Staðarbakka talinn beztur, sonur
Dropa 810, liann er mjög bollangur, með mikla bringu
og feikna hold, en er of stór. Fengur Ármanns á Bú-
stöðum, sonur Hnalls 816, er holdmikill með góð læri,
en grófa beinabyggingu eins og margir synir Hnalls 816
eru. Prúður Sigurgeirs í Flögu, ættaður frá Þríhyrningi,
er bollangur og holdgóður, en of liáfættur.
Arnarneshreppur. Sýningin var ekki mikið sótt og brút-
amir fremur lioldlitlir, og fór fjórði hver í úrkast. Full-
orðnu lirútarnir voru 3,1 kg léttari en jafnaldrar þeirra
annars staðar í liéraðinu, og veturgömlu lirútarnir voru
1,0 kg léttari. Sýndur var 31 hrútur. Af 16 fullorðnum
hlutu 7 I. verðlaun eða 43,7%, en af 15 veturgömlum
hlutu 2 I. verðlaun eða 13,3%. Af þeim veturgömlu var
Krcpill Björns á Björgum beztur. Hann er bollangur,
boldgóður, en lieldur linur í lærum. Tveggja vetra og
eldri lirútar voru dæmdir saman. Beztir af þeim voru:
Frosti Ingimars á Ásláksstöðum, mjög holdgóður, með
kúpt og sterkt bak og afbragðs mala- og læraliold, hann
er sú hrútsgerð, sem ég tel að henti bezt í þessari sveit,
Bjartur Björns á Björgum er með afbragðs læri, og þótt
liann sé háfættur nær vöðvi vel niður á hækilinn, og
Gulur Magnúsar í Syðra-Brekkukoti er harðliolda, en
fremur grófur.
Árskóf’slireppur. Sýningin var vel sótt, og 36 lirútar
sýndir. Fullorðnu lirútarnir vom tæpu 1 kg léttari en
jafnaldrar þeirra í héraðinu, en þeir veturgömlu voru
á meðaltalinu, hvað þunga snertir. Af 22 hriitum tveggja
vetra og eldri hlutu 13 I. verðlaun eða 59,1%, en af 14
veturgömlum hlutu 2 I. verðlaun eða 14,3%, en af lirút-
um í lieild hlutu 4 engin verðlaun eða 11,1%. Beztur af
veturgömlum hrútum var Fífill Ásólfs á Hellu, ættaður